Bjarni segir að græðgin muni leiða til annarrar kreppu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2017 08:00 Græðgin mun verða manninum að falli segir Bjarni Benediktsson. Vísir/getty Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson er sannfærður um að önnur bankakreppa, líkt og sú sem Íslendingar fengu að kynnast árið 2008, muni ríða yfir. Það sé einungis tímaspursmál enda geri maðurinn mistök og græðgi hans muni verða til þess að hann taki slæmar ákvarðanir. Í samtali við Sky í Bretlandi, sem fjallar í dag um viðbrögð Íslendinga við fyrrnefndri bankakreppu, treystir Bjarni sér þó ekki til að segja hvenær sú næsta muni bresta á, einungis að hennar sé að vænta. Í frétt Sky ræðir Bjarni einnig um aðgerðir Íslendinga eftir hrun, ekki síst fangelsun kaupsýslumanna, sem forsætisráðherra segir hafa verið liður í því að græða sár þjóðarinnar. Hann furðar sig einnig á því að Bretar hafi ekki gripið til róttækari aðgerða gegn bankamönnum landsins. „Mig grunar að það sé pirringur, í alþjóðsamfélaginu, að málin hafi í það minnsta ekki verið rannsökuð,“ segir Bjarni. „Ég er ekki að segja að það hefði átt að sækja alla til saka en mér finnst of lítið hafa verið gert til að rannsaka hugsanlega glæpsamlegt athæfi annars staðar.“Þarf þolinmæði og fjármagn Ólafur Þór Hauksson, sem áður var sérstakur saksóknari, tekur í sama streng og Bjarni í frétt Sky. „Ég hélt að Bretland myndi gera meira. Breskar stofnanir hefðu þó þurft meiri aðstoð við að gera það. Kannski skrifast það á stjórnmálamennina eða þá sem fóru með ríkisfjármálin,“ segir Ólafur Þór.Sigurður Einarsson segist saklaus.„Fyrst þarf að stilla verkefninu upp, svo fjármagna það og að lokum hafa þolinmæðina til að fylgja því eftir.“Missti alla trú á dómskerfið Sky ræðir jafnframt við Sigurð Einarssson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, sem hlaut 5 ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að falli bankanna. Í viðtalinu heldur hann fram sakleysi sínu og segist hafa misst alla trú á íslenska dómskerfið eftir mál sitt. „Stemningin í þjóðfélaginu var á þá leið að þetta væri bankamönnunum að kenna. Fólk þurfti blóraböggul. Saksóknarinn fékk skilaboð frá stjórnmálamönnum um að hundelta stjórnendur einkareknu bankanna. Lögunum var breytt í kjölfarið. Kerfið er spillt,“ segir Sigurður í samtali við Sky og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, tekur í sama streng. Bankamennirnir hafi ekki fengið „sanngjarna málsmeðferð.“ Frétt Sky má nálgast með því að smella hér. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson er sannfærður um að önnur bankakreppa, líkt og sú sem Íslendingar fengu að kynnast árið 2008, muni ríða yfir. Það sé einungis tímaspursmál enda geri maðurinn mistök og græðgi hans muni verða til þess að hann taki slæmar ákvarðanir. Í samtali við Sky í Bretlandi, sem fjallar í dag um viðbrögð Íslendinga við fyrrnefndri bankakreppu, treystir Bjarni sér þó ekki til að segja hvenær sú næsta muni bresta á, einungis að hennar sé að vænta. Í frétt Sky ræðir Bjarni einnig um aðgerðir Íslendinga eftir hrun, ekki síst fangelsun kaupsýslumanna, sem forsætisráðherra segir hafa verið liður í því að græða sár þjóðarinnar. Hann furðar sig einnig á því að Bretar hafi ekki gripið til róttækari aðgerða gegn bankamönnum landsins. „Mig grunar að það sé pirringur, í alþjóðsamfélaginu, að málin hafi í það minnsta ekki verið rannsökuð,“ segir Bjarni. „Ég er ekki að segja að það hefði átt að sækja alla til saka en mér finnst of lítið hafa verið gert til að rannsaka hugsanlega glæpsamlegt athæfi annars staðar.“Þarf þolinmæði og fjármagn Ólafur Þór Hauksson, sem áður var sérstakur saksóknari, tekur í sama streng og Bjarni í frétt Sky. „Ég hélt að Bretland myndi gera meira. Breskar stofnanir hefðu þó þurft meiri aðstoð við að gera það. Kannski skrifast það á stjórnmálamennina eða þá sem fóru með ríkisfjármálin,“ segir Ólafur Þór.Sigurður Einarsson segist saklaus.„Fyrst þarf að stilla verkefninu upp, svo fjármagna það og að lokum hafa þolinmæðina til að fylgja því eftir.“Missti alla trú á dómskerfið Sky ræðir jafnframt við Sigurð Einarssson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, sem hlaut 5 ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að falli bankanna. Í viðtalinu heldur hann fram sakleysi sínu og segist hafa misst alla trú á íslenska dómskerfið eftir mál sitt. „Stemningin í þjóðfélaginu var á þá leið að þetta væri bankamönnunum að kenna. Fólk þurfti blóraböggul. Saksóknarinn fékk skilaboð frá stjórnmálamönnum um að hundelta stjórnendur einkareknu bankanna. Lögunum var breytt í kjölfarið. Kerfið er spillt,“ segir Sigurður í samtali við Sky og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, tekur í sama streng. Bankamennirnir hafi ekki fengið „sanngjarna málsmeðferð.“ Frétt Sky má nálgast með því að smella hér.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira