HÍ kaupir jeppa fyrir Jarðskjálftamiðstöð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. vísir/eyþór Háskóli Íslands hefur keypt nýjan Kia Sportage jeppa fyrir Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands á Selfossi. Kaupverðið nemur rúmum 5,3 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni. Háskólinn er með þessu að endurnýja átta ára gamlan Hyundai Tucson-jeppa sem Jarðskjálftamiðstöðin hefur haft til afnota frá árinu 2011. Ríkiskaup reyna nú að selja gamla bílinn á uppboðsvef Króks en hann er ekinn 183 þúsund kílómetra og sagður í góðu lagi utan þess að rúðuþurrkur að aftan virka ekki. Samkvæmt sölulýsingu þarf að gæta þess að taka dísilolíu áður en olíumælir fer of neðarlega þar sem hann sýni alltaf örlítið meira en raunverulega er í tankinum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um bifreiðakaupin segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, að viðgerðarkostnaður við gömlu bifreiðina hafi verið orðinn mikill og því nauðsynlegt að fá nýja. Jarðskjálftamiðstöð HÍ fær bifreið til að sinna jarðskjálftamælingum og eftirliti með mælingum. Segir rektor að mælar séu meðal annars í öllum virkjunum og stíflum Landsvirkjunar og á Norðurlandi. „Þar sem eftirlit jarðskjálftamælinga er að stórum hluta í virkjunum á hálendinu þá er nauðsynlegt að kaupa 4x4 bifreið,“ segir Jón Atli í svarinu og bendir á að óskað hafi verið eftir sambærilegri bifreið hjá Ríkiskaupum sem farið hefði í örútboð. Út úr því kom að keyptur var 2017 árgerð af Kia Sportage-jeppa þann 30. ágúst síðastliðinn. Happdrætti Háskóla Íslands hefur í gegnum tíðina séð rektorum Háskóla Íslands fyrir bifreið en fram kom í svari við fyrirspurn á þingi árið 2015 að svo virtist sem sá samningur byggðist á langri hefð. Aðspurður hvort þetta fyrirkomulag væri enn við lýði segir Jón Atli að hann hafi ekki verið með slíkan bíl síðan hann tók við árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Háskóli Íslands hefur keypt nýjan Kia Sportage jeppa fyrir Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands á Selfossi. Kaupverðið nemur rúmum 5,3 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni. Háskólinn er með þessu að endurnýja átta ára gamlan Hyundai Tucson-jeppa sem Jarðskjálftamiðstöðin hefur haft til afnota frá árinu 2011. Ríkiskaup reyna nú að selja gamla bílinn á uppboðsvef Króks en hann er ekinn 183 þúsund kílómetra og sagður í góðu lagi utan þess að rúðuþurrkur að aftan virka ekki. Samkvæmt sölulýsingu þarf að gæta þess að taka dísilolíu áður en olíumælir fer of neðarlega þar sem hann sýni alltaf örlítið meira en raunverulega er í tankinum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um bifreiðakaupin segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, að viðgerðarkostnaður við gömlu bifreiðina hafi verið orðinn mikill og því nauðsynlegt að fá nýja. Jarðskjálftamiðstöð HÍ fær bifreið til að sinna jarðskjálftamælingum og eftirliti með mælingum. Segir rektor að mælar séu meðal annars í öllum virkjunum og stíflum Landsvirkjunar og á Norðurlandi. „Þar sem eftirlit jarðskjálftamælinga er að stórum hluta í virkjunum á hálendinu þá er nauðsynlegt að kaupa 4x4 bifreið,“ segir Jón Atli í svarinu og bendir á að óskað hafi verið eftir sambærilegri bifreið hjá Ríkiskaupum sem farið hefði í örútboð. Út úr því kom að keyptur var 2017 árgerð af Kia Sportage-jeppa þann 30. ágúst síðastliðinn. Happdrætti Háskóla Íslands hefur í gegnum tíðina séð rektorum Háskóla Íslands fyrir bifreið en fram kom í svari við fyrirspurn á þingi árið 2015 að svo virtist sem sá samningur byggðist á langri hefð. Aðspurður hvort þetta fyrirkomulag væri enn við lýði segir Jón Atli að hann hafi ekki verið með slíkan bíl síðan hann tók við árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir