Förðunartískan í haust og vetur lítur svona út Guðný Hrönn skrifar 19. september 2017 09:45 Hrafnhildur spáir í förðunartísku vetursins. vísir/ernir Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra. Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra.
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira