Öryggisverðir gæta sjúklinga í sjálfsvígshættu á Akureyri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Sjúkrahúsið á Akureyri leitar til Öryggismiðstöðvarinnar um vöktun á geðdeildinni þegar annir þar eru miklar. vísir/pjetur Öryggisverðir hafa eftirlit með fólki í sjálfsvígshættu á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAK), samkvæmt samningi milli Öryggismiðstöðvarinnar og sjúkrahússins. Þetta staðfestir Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar SAK. „Það eru fastir aðilar frá Öryggismiðstöðinni í þessu og þeir fá sérstaka kynningu og fræðslu hjá okkur,“ segir Bernard og segir þjálfunina lúta að fræðslu um geðsjúkdóma og þjálfun í viðbrögðum við æstum sjúklingum og mögulegum áhrifum hegðunar starfsfólks á sjúklingana. „Fyrst fengum við þjálfun á Landspítalanum en svo sendum við mann suður í sérstaka þjálfun sem er núna í fullu starfi hjá okkur við þessa fræðslu.” Sams konar samningur er í gildi milli Landspítalans og Securitas en geðsvið spítalans hefur ekki nýtt þá þjónustu undanfarin ár. „Við teljum öruggara að okkar starfsfólk sinni þessari umönnun,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Aðspurður segir Bernard að dæmi séu um að öryggisverðir hafi þurft að vakta einstaklinga stöðugt sólarhringum saman.Bernard Gerritsma, Forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri.„Það hefur komið fyrir að þeir hafi verið einir með skjólstæðingum okkar bara til að vakta þá. Það hefur þá verið út af mönnunarvanda eða að þyngdin á deildinni er þannig að við höfum ekki getað sinnt þessu en viljum samt geta tryggt öryggi okkar skjólstæðinga. En það er alls ekki mín hugmynd, enda mitt álit að skjólstæðingi eigi alltaf að sinna af fagstarfsfólki,“ segir Bernard og játar því að hann myndi helst vilja hafa fast stöðugildi til að sinna þessu. „Þetta vekur upp ýmsar spurningar,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem hafði ekki heyrt af þessari tilhögun fyrir norðan og veltir fyrir sér af hverju þessi leið sé farin, hvort hún sé rétt og hvort rétt sé farið að þessu. „Það er þó léttir að heyra að það eru fastir aðilar í þessu en við vitum að það er fólk ráðið utan af götu inn á geðdeildirnar og starfsmannaveltan er mikil. Það þarf að huga að því hvernig það er fyrir sjúklinga að vera þjónustaðir af ungu og ómenntuðu fólki sem er kannski bara í örfáa mánuði hverju sinni og alltaf einhverjir nýir að byrja,“ segir Anna, og leggur áherslu á mikilvægi stuðnings og fræðslu við ófaglært starfsfólk á geðdeildum óháð því hve lengi það staldrar við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Öryggisverðir hafa eftirlit með fólki í sjálfsvígshættu á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAK), samkvæmt samningi milli Öryggismiðstöðvarinnar og sjúkrahússins. Þetta staðfestir Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar SAK. „Það eru fastir aðilar frá Öryggismiðstöðinni í þessu og þeir fá sérstaka kynningu og fræðslu hjá okkur,“ segir Bernard og segir þjálfunina lúta að fræðslu um geðsjúkdóma og þjálfun í viðbrögðum við æstum sjúklingum og mögulegum áhrifum hegðunar starfsfólks á sjúklingana. „Fyrst fengum við þjálfun á Landspítalanum en svo sendum við mann suður í sérstaka þjálfun sem er núna í fullu starfi hjá okkur við þessa fræðslu.” Sams konar samningur er í gildi milli Landspítalans og Securitas en geðsvið spítalans hefur ekki nýtt þá þjónustu undanfarin ár. „Við teljum öruggara að okkar starfsfólk sinni þessari umönnun,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Aðspurður segir Bernard að dæmi séu um að öryggisverðir hafi þurft að vakta einstaklinga stöðugt sólarhringum saman.Bernard Gerritsma, Forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri.„Það hefur komið fyrir að þeir hafi verið einir með skjólstæðingum okkar bara til að vakta þá. Það hefur þá verið út af mönnunarvanda eða að þyngdin á deildinni er þannig að við höfum ekki getað sinnt þessu en viljum samt geta tryggt öryggi okkar skjólstæðinga. En það er alls ekki mín hugmynd, enda mitt álit að skjólstæðingi eigi alltaf að sinna af fagstarfsfólki,“ segir Bernard og játar því að hann myndi helst vilja hafa fast stöðugildi til að sinna þessu. „Þetta vekur upp ýmsar spurningar,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem hafði ekki heyrt af þessari tilhögun fyrir norðan og veltir fyrir sér af hverju þessi leið sé farin, hvort hún sé rétt og hvort rétt sé farið að þessu. „Það er þó léttir að heyra að það eru fastir aðilar í þessu en við vitum að það er fólk ráðið utan af götu inn á geðdeildirnar og starfsmannaveltan er mikil. Það þarf að huga að því hvernig það er fyrir sjúklinga að vera þjónustaðir af ungu og ómenntuðu fólki sem er kannski bara í örfáa mánuði hverju sinni og alltaf einhverjir nýir að byrja,“ segir Anna, og leggur áherslu á mikilvægi stuðnings og fræðslu við ófaglært starfsfólk á geðdeildum óháð því hve lengi það staldrar við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira