Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Kim Jong-un sést hér standa vígreifur ásamt samstarfsmönnum sínum yfir vopninu. vísir/epa Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira