Fiskþurrkun ein í nýju iðnaðarhverfi Ölfuss Haraldur Guðmundsson skrifar 4. september 2017 06:00 Framkvæmdir við fiskþurrkunarverksmiðju Lýsis hófust í maí. Hún á að vera tilbúin haustið 2018. vísir/vilhelm Bæjaryfirvöld í Ölfusi geta ekki svarað hver kostnaður sveitarfélagsins verður vegna framkvæmda við nýtt iðnaðarhverfi þangað sem flytja á fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn. Ljóst er að kostnaðurinn verður í upphafi nokkru hærri en innheimt lóðargjöld þar sem ekkert annað fyrirtæki hefur sóst eftir lóð. Ölfus og Lýsi sömdu í október í fyrra um að fyrirtækið þyrfti innan fimm mánaða að taka ákvörðun um hvort það myndi byggja nýja fiskþurrkunarverksmiðju á iðnaðarsvæðinu vestan Þorlákshafnar eða loka eldri verksmiðju sinni í bænum fyrir júní 2018. Íbúar í Þorlákshöfn höfðu þá um langt skeið kvartað undan ólykt af starfseminni en Lýsi hefur leyfi til að framleiða 40 tonn af hráefni á sólarhring í bænum.Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Ölfuss.Mun sveitarfélagið sjá um gatnagerð að lóð Lýsis og stofnlögn fráveitu, og fyrirtækið ekki þurfa að greiða umfram 20 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Einnig á að leggja veitur fyrir heitt vatn, kalt vatn, fráveitu út í sjó, rafmagn og ljósleiðara og er nú unnið að hönnun og kostnaðargreiningu. Þær framkvæmdir munu ekki einungis nýtast nýja iðnaðarsvæðinu heldur einnig bjóða upp á möguleika á hringtengingu á heitu og köldu vatni í Þorlákshöfn. „Það liggur ekki endanlega fyrir hver kostnaður verður við stofnframkvæmdir. Veitulagnaleiðin er um fjórir kílómetrar í heild og koma veituaðilar á mismunandi stöðum inn á hana. Stofnlögn fráveitu er um 500 metrar. Við gerum okkur grein fyrir því að framkvæmdakostnaður í upphafi verður nokkru hærri en gjaldtakan af Lýsi sem er eðlilegt þegar nýtt hverfi er skipulagt og tekið í gagnið. Væntum þess að samfélagsáhrifin verði mikil og jákvæð og við munum með markvissum hætti auglýsa lóðir á svæðinu á næstunni,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Þó svo ekki sé búið að úthluta þarna fleiri lóðum finnum við fyrir áhuga á svæðinu. Vegna þessa er ekki hægt að segja að sveitarfélagið verði sérstaklega að ráðast í kostnað vegna uppbyggingar Lýsis í hverfinu því allt sem framkvæmt er af hálfu sveitarfélagsins mun nýtast við áframhaldandi uppbyggingu,“ segir Gunnsteinn. Bæjarstjórinn bætir við að í fyrsta áfanga framkvæmdanna verði lagður 120 metra vegur inn í hverfið, að lóð Lýsis, sem verði svo lengdur í áföngum eftir því sem iðnaðarhverfið byggist upp. Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi Ö-listans, sat hjá er samkomulagið við Lýsi var samþykkt. „Ég er enn á því að Lýsi eigi að loka fiskþurrkuninni þegar í stað enda er umhverfissóðaskapurinn sem viðgengst með því að dæla ólofti yfir heimili íbúa og gesti Þorlákshafnar með öllu ólíðandi. [...] Ekki á að gefa neinn afslátt af starfsleyfisskilyrðum,“ bókaði Guðmundur þá. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Ölfusi geta ekki svarað hver kostnaður sveitarfélagsins verður vegna framkvæmda við nýtt iðnaðarhverfi þangað sem flytja á fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn. Ljóst er að kostnaðurinn verður í upphafi nokkru hærri en innheimt lóðargjöld þar sem ekkert annað fyrirtæki hefur sóst eftir lóð. Ölfus og Lýsi sömdu í október í fyrra um að fyrirtækið þyrfti innan fimm mánaða að taka ákvörðun um hvort það myndi byggja nýja fiskþurrkunarverksmiðju á iðnaðarsvæðinu vestan Þorlákshafnar eða loka eldri verksmiðju sinni í bænum fyrir júní 2018. Íbúar í Þorlákshöfn höfðu þá um langt skeið kvartað undan ólykt af starfseminni en Lýsi hefur leyfi til að framleiða 40 tonn af hráefni á sólarhring í bænum.Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Ölfuss.Mun sveitarfélagið sjá um gatnagerð að lóð Lýsis og stofnlögn fráveitu, og fyrirtækið ekki þurfa að greiða umfram 20 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Einnig á að leggja veitur fyrir heitt vatn, kalt vatn, fráveitu út í sjó, rafmagn og ljósleiðara og er nú unnið að hönnun og kostnaðargreiningu. Þær framkvæmdir munu ekki einungis nýtast nýja iðnaðarsvæðinu heldur einnig bjóða upp á möguleika á hringtengingu á heitu og köldu vatni í Þorlákshöfn. „Það liggur ekki endanlega fyrir hver kostnaður verður við stofnframkvæmdir. Veitulagnaleiðin er um fjórir kílómetrar í heild og koma veituaðilar á mismunandi stöðum inn á hana. Stofnlögn fráveitu er um 500 metrar. Við gerum okkur grein fyrir því að framkvæmdakostnaður í upphafi verður nokkru hærri en gjaldtakan af Lýsi sem er eðlilegt þegar nýtt hverfi er skipulagt og tekið í gagnið. Væntum þess að samfélagsáhrifin verði mikil og jákvæð og við munum með markvissum hætti auglýsa lóðir á svæðinu á næstunni,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Þó svo ekki sé búið að úthluta þarna fleiri lóðum finnum við fyrir áhuga á svæðinu. Vegna þessa er ekki hægt að segja að sveitarfélagið verði sérstaklega að ráðast í kostnað vegna uppbyggingar Lýsis í hverfinu því allt sem framkvæmt er af hálfu sveitarfélagsins mun nýtast við áframhaldandi uppbyggingu,“ segir Gunnsteinn. Bæjarstjórinn bætir við að í fyrsta áfanga framkvæmdanna verði lagður 120 metra vegur inn í hverfið, að lóð Lýsis, sem verði svo lengdur í áföngum eftir því sem iðnaðarhverfið byggist upp. Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi Ö-listans, sat hjá er samkomulagið við Lýsi var samþykkt. „Ég er enn á því að Lýsi eigi að loka fiskþurrkuninni þegar í stað enda er umhverfissóðaskapurinn sem viðgengst með því að dæla ólofti yfir heimili íbúa og gesti Þorlákshafnar með öllu ólíðandi. [...] Ekki á að gefa neinn afslátt af starfsleyfisskilyrðum,“ bókaði Guðmundur þá.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira