Salernisskiltum skipt út í Hörpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2017 15:46 Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að tilraunaverkefnið hafi fengið vel VÍSIR Í vikunni verður auglýsingum fyrir framan salernin í kjallara Hörpunnar skipt út. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki vegna gagnrýninnar sem skiltin hafa fengið. Á þeim stóð meðal annars „Dream a little dream of WC“ og „Hello, is it WC you're looking for“ en í smáu letri kom fram að gestir þyrftu að greiða 300 krónur fyrir að nota salernin. „Það er verið að skipta þeim út fyrir vetrarhaminn, þetta var sérstakt útlit sem var hannað fyrir sumarið og ferðamannatímann í Hörpu. Þetta verður ekki hér áfram og stóð aldrei til,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu í samtali við Vísi. „Það lá alveg fyrir að því yrði skipt út þegar þessum sumarham lyki og Harpan gengi úr honum og inn í menningarhaustið og veturinn.“ Nýjar auglýsingar eru væntanlegar og segir Svanhildur að textinn á þeim verði bæði á ensku og á íslensku. Hún hefur þó ekki séð nýju skiltin og gat ekki sagt til um það hver textinn á þeim verði. Auglýsingarnar sem verða settar upp í þessari eða næstu viku verða í sama stíl og aðrar merkingar í Hörpunni í vetur. 300 króna gjaldið verður áfram en það verður hugsanlega endurskoðað í næsta mánuði. Aðeins rukkað á einni hæðSvanhildur segir að viðbrögðin við þessu 300 króna gjaldi hafi verið alveg ágæt. „Mér finnst mikilvægt að taka það skýrt fram að allir gestir sem sækja hér viðburði í Hörpu, eiga erindi á tónleika, fund, ráðstefnu eða fara hér á Smurstöðina eða Kolabrautina eða annað eins og skipulagðar skoðunarferðir eða sækja hér sýningar sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn, nýta þessa þjónustu gjaldfrjálst.“ Hún segir að þeir sem starfa í húsinu greiði ekki salernisgjald. Svanhildur segir að aðeins sé rukkað inn á snyrtingarnar tvær á K1, neðri jarðhæð, þar sem komið er upp úr bílakjallaranum, ekki aðrar snyrtingar í byggingunni. „Það er aðeins vegna þess hversu gríðarlega mikill fjöldi kemur í húsið bara til að skoða það.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir tilraunaverkefnið hafa gengið velVÍSIR/VALLITilraunaverkefni í sumar„Við vitum að mörg þúsund manns hafa nýtt sér þessa þjónustu og nýtt sér þetta gjald í sumar. Þetta var tilraunaverkefni í sumar og við ætlum að sjá hvernig gengur, við erum með það út september og erum bara að meta reynsluna af því. Reynslan eftir sumarið var bara ljómandi fín en auðvitað gjörbreytist starfsemin í Hörpu í lok ágúst um leið og þessir menningarviðburðir fara aftur af stað og ráðstefnur og fundarhald hefst með fullum þunga,“ segir Svanhildur. „Þetta snýst um að passa vel upp á þetta hús og gæta þess að umgengnin um það sé góð og að sú þjónusta sem sé veitt sér sé í góðu lagi og þá sé bara rukkað fyrir hana hófstillt og eðlilegt endurgjald.“ Jákvæð upplifun mikilvægSést hefur til ferðamanna leggja sig í húsinu eða borða nesti sem þeir mæta með á staðinn. Svanhildur segir að ef slíkt komi upp sé fólki vinsamlegast bent á að það sé ekki alveg við hæfi. Hún segir að þetta sé samt ekki viðvarandi vandamál í Hörpu. „Þetta er fjölsótt hús og allir velkomnir en við væntum þess að gestunum sem komi í húsið að þeir sýni því virðingu að við erum ekki að búast við því að fólk leggi sig mikið eða borði nestið sitt.“ Svanhildur segir að mikilvægast sé að gestum líði vel í húsinu og að upplifun þeirra sé jákvæð af þessu fallegasta húsi landsins. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að setja þetta gjald á önnur salerni í húsinu. „Það er gjaldtaka á þessar snyrtingar á neðri hæðinni en aðrar snyrtingar eru opnar og gjaldfrjálsar öllum þeim sem eru að sækja hér viðburði og eiga hér viðskipti.“ Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í vikunni verður auglýsingum fyrir framan salernin í kjallara Hörpunnar skipt út. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki vegna gagnrýninnar sem skiltin hafa fengið. Á þeim stóð meðal annars „Dream a little dream of WC“ og „Hello, is it WC you're looking for“ en í smáu letri kom fram að gestir þyrftu að greiða 300 krónur fyrir að nota salernin. „Það er verið að skipta þeim út fyrir vetrarhaminn, þetta var sérstakt útlit sem var hannað fyrir sumarið og ferðamannatímann í Hörpu. Þetta verður ekki hér áfram og stóð aldrei til,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu í samtali við Vísi. „Það lá alveg fyrir að því yrði skipt út þegar þessum sumarham lyki og Harpan gengi úr honum og inn í menningarhaustið og veturinn.“ Nýjar auglýsingar eru væntanlegar og segir Svanhildur að textinn á þeim verði bæði á ensku og á íslensku. Hún hefur þó ekki séð nýju skiltin og gat ekki sagt til um það hver textinn á þeim verði. Auglýsingarnar sem verða settar upp í þessari eða næstu viku verða í sama stíl og aðrar merkingar í Hörpunni í vetur. 300 króna gjaldið verður áfram en það verður hugsanlega endurskoðað í næsta mánuði. Aðeins rukkað á einni hæðSvanhildur segir að viðbrögðin við þessu 300 króna gjaldi hafi verið alveg ágæt. „Mér finnst mikilvægt að taka það skýrt fram að allir gestir sem sækja hér viðburði í Hörpu, eiga erindi á tónleika, fund, ráðstefnu eða fara hér á Smurstöðina eða Kolabrautina eða annað eins og skipulagðar skoðunarferðir eða sækja hér sýningar sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn, nýta þessa þjónustu gjaldfrjálst.“ Hún segir að þeir sem starfa í húsinu greiði ekki salernisgjald. Svanhildur segir að aðeins sé rukkað inn á snyrtingarnar tvær á K1, neðri jarðhæð, þar sem komið er upp úr bílakjallaranum, ekki aðrar snyrtingar í byggingunni. „Það er aðeins vegna þess hversu gríðarlega mikill fjöldi kemur í húsið bara til að skoða það.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir tilraunaverkefnið hafa gengið velVÍSIR/VALLITilraunaverkefni í sumar„Við vitum að mörg þúsund manns hafa nýtt sér þessa þjónustu og nýtt sér þetta gjald í sumar. Þetta var tilraunaverkefni í sumar og við ætlum að sjá hvernig gengur, við erum með það út september og erum bara að meta reynsluna af því. Reynslan eftir sumarið var bara ljómandi fín en auðvitað gjörbreytist starfsemin í Hörpu í lok ágúst um leið og þessir menningarviðburðir fara aftur af stað og ráðstefnur og fundarhald hefst með fullum þunga,“ segir Svanhildur. „Þetta snýst um að passa vel upp á þetta hús og gæta þess að umgengnin um það sé góð og að sú þjónusta sem sé veitt sér sé í góðu lagi og þá sé bara rukkað fyrir hana hófstillt og eðlilegt endurgjald.“ Jákvæð upplifun mikilvægSést hefur til ferðamanna leggja sig í húsinu eða borða nesti sem þeir mæta með á staðinn. Svanhildur segir að ef slíkt komi upp sé fólki vinsamlegast bent á að það sé ekki alveg við hæfi. Hún segir að þetta sé samt ekki viðvarandi vandamál í Hörpu. „Þetta er fjölsótt hús og allir velkomnir en við væntum þess að gestunum sem komi í húsið að þeir sýni því virðingu að við erum ekki að búast við því að fólk leggi sig mikið eða borði nestið sitt.“ Svanhildur segir að mikilvægast sé að gestum líði vel í húsinu og að upplifun þeirra sé jákvæð af þessu fallegasta húsi landsins. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að setja þetta gjald á önnur salerni í húsinu. „Það er gjaldtaka á þessar snyrtingar á neðri hæðinni en aðrar snyrtingar eru opnar og gjaldfrjálsar öllum þeim sem eru að sækja hér viðburði og eiga hér viðskipti.“
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira