Tískustraumar sem minna á árið 2000 Guðný Hrönn skrifar 6. september 2017 09:30 Stílistinn Stella Björt Bergmann fer yfir tískustrauma vetrarins. vísir/ernir Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“ Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira