Lífið

Kim Kardashian er orðin ljóshærð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kim Kardashian West á leið á tískusýningu Tom Ford á New York Fashion Week.
Kim Kardashian West á leið á tískusýningu Tom Ford á New York Fashion Week. Getty
Kim Kardashian West er orðin ljóshærð en hún hefur verið með dökkt sítt hár í þónokkurn tíma. Kim er ein frægasta kona í heimi og er hún með meira en 103 milljón fylgjendur á Instagram. Kim  setti nýlega á markað förðunarvörur undir merkinu KKW Beauty og hafa vörurnar selst ótrúlega vel. 

Kim fór í litun og klippingu fyrir Tom Ford tískusýninguna á tískuvikunni í New York í gær. Hún vakti þar mikla athygli á bleika dreglinum fyrir sýningu. Hárgreiðslumaðurinn Chris Appelton sá um að gera þessa breytingu og staðfesti í samtali við Elle að þetta væri ekki hárkolla. Hans markmið var að hárið væri ljóst með silfruðum undirtón.

„Við höfum talað um það í langan tíma að gera Kim ljóshærða.“ 



Hann var greinilega mjög ánægður með útkomuna og deildi stoltur mynd af Kim á sinni Instagram síðu. 

Annars eru gríðarlega spennandi tímar framundan hjá Kim og fjölskyldu. Staðgöngumóðir gengur nú með barn hennar og Kanye West en TMZ og fleiri slúðurmiðlar sögðu frá því í gær að barnið væri væntanlegt í heiminn í janúar. Fyrir eiga þau soninn Saint og dótturina North. Kim hefur talað mjög opinskátt um að það var erfitt fyrir hana að verða ófrísk og meðgöngurnar voru báðar erfiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×