Krakkarnir læra mikið af dönsurum frá útlöndum Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2017 06:00 Stella Rósenkranz, dansari og deildarstjóri í DWC, segir að ákveðin tímamót séu í starfi skólans þetta árið með komu erlendra kennara. Mynd/Garðar Ólafsson „Við verðum í fyrsta skipti í skólanum með fasta erlenda kennara. Erlendir kennarar hafa komið yfir helgi og kennt á DWC Dance Camp, en það er stærsti dansviðburður sem er haldinn á Íslandi. Núna fáum tvo kennara sem eru í tíu daga í hvort skiptið,“ segir Stella Rósenkranz, danshöfundur og deildarstjóri í Dansstúdíói World Class. Svo mikill var áhuginn á komandi námskeiðum að heimasíðan réð illa við álagið þegar skráning fór fram. Annar kennarinn heitir Antoine Troupe og hefur komið áður. Hann hefur unnið með Prince og var einn þeirra sem sáu um margrómaða frammistöðu Chris Brown í þætti Jimmy Fallon. „Svo kemur Ibuki Imata frá Japan í nóvember en hún sérhæfir sig í Waacking dansstílnum. Við höfum aldrei boðið upp á kennslu í þeim dansstíl,“ segir hún. Stella segir að danssenan á Íslandi sé öflug og dansarar í dag séu með háleit markmið. „Þau vilja ná árangri og við viljum ýta undir það. Markmið okkar hjá DWC er að bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem nemendur ná árangri og ná sínum persónulegu markmiðum. Dansararnir okkar eru orðnir það öflugir að við viljum alltaf gera meira og betur á hverri önn. Þess vegna erum við að fá inn erlenda kennara.“ Tengslanet dansskólans er stórt og þó heimurinn sé stór þá er unnið að því hörðum höndum að minnka hann. „Við erum að reyna að búa til brú yfir hafið. Dans er ekki stór heimur en hann virkar risastór. Við erum búin að byggja upp stórt tengslanet og reynum að greiða veginn fyrir krakkana. En fyrst og fremst bjóðum við upp á dansnám sem gerir viðkomandi vonandi betri dansara og manneskju. Áherslan í okkar starfi er að nemendur okkar séu þeir sjálfir, þori að sýna persónuleika sinn á meðan þeir dansa og efla þannig sinn persónulega stíl.“ Önnin byrjar af krafti með tveimur heimsþekktum dönsurum. Annar þeirra er einn af danshöfundum Beyoncé en hann kallar sig Hollywood. Einnig er Matt Steffanina að koma en hann er einn vinsælasti kennari í heimi en 1,7 milljónir fylgja honum á Instagram. „Það eru margir geggjaðir dansarar að koma upp núna á Íslandi. Ég er svo oft í sjokki í danstímum yfir þessum hæfileikaríku nemendum okkar. Með samfélagsmiðlum þá eru krakkar miklu móttækilegri fyrir dönsurum og auðvelt að nálgast myndbönd af dönsurum og pikka upp rútínur á netinu.Ég var að taka upp spor Michaels Jackson á VHS-spólu og stúdera þau. Krakkar eru með aðgang sem ég hafði ekki. Ég braut pinnann í vídeóspólunni og merkti EKKI TAKA YFIR,“ segir hún og hlær. „Það var ekki mikið í boði þá en núna eru tækifærin nánast endalaus, hér heima og erlendis og ég elska það.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Við verðum í fyrsta skipti í skólanum með fasta erlenda kennara. Erlendir kennarar hafa komið yfir helgi og kennt á DWC Dance Camp, en það er stærsti dansviðburður sem er haldinn á Íslandi. Núna fáum tvo kennara sem eru í tíu daga í hvort skiptið,“ segir Stella Rósenkranz, danshöfundur og deildarstjóri í Dansstúdíói World Class. Svo mikill var áhuginn á komandi námskeiðum að heimasíðan réð illa við álagið þegar skráning fór fram. Annar kennarinn heitir Antoine Troupe og hefur komið áður. Hann hefur unnið með Prince og var einn þeirra sem sáu um margrómaða frammistöðu Chris Brown í þætti Jimmy Fallon. „Svo kemur Ibuki Imata frá Japan í nóvember en hún sérhæfir sig í Waacking dansstílnum. Við höfum aldrei boðið upp á kennslu í þeim dansstíl,“ segir hún. Stella segir að danssenan á Íslandi sé öflug og dansarar í dag séu með háleit markmið. „Þau vilja ná árangri og við viljum ýta undir það. Markmið okkar hjá DWC er að bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem nemendur ná árangri og ná sínum persónulegu markmiðum. Dansararnir okkar eru orðnir það öflugir að við viljum alltaf gera meira og betur á hverri önn. Þess vegna erum við að fá inn erlenda kennara.“ Tengslanet dansskólans er stórt og þó heimurinn sé stór þá er unnið að því hörðum höndum að minnka hann. „Við erum að reyna að búa til brú yfir hafið. Dans er ekki stór heimur en hann virkar risastór. Við erum búin að byggja upp stórt tengslanet og reynum að greiða veginn fyrir krakkana. En fyrst og fremst bjóðum við upp á dansnám sem gerir viðkomandi vonandi betri dansara og manneskju. Áherslan í okkar starfi er að nemendur okkar séu þeir sjálfir, þori að sýna persónuleika sinn á meðan þeir dansa og efla þannig sinn persónulega stíl.“ Önnin byrjar af krafti með tveimur heimsþekktum dönsurum. Annar þeirra er einn af danshöfundum Beyoncé en hann kallar sig Hollywood. Einnig er Matt Steffanina að koma en hann er einn vinsælasti kennari í heimi en 1,7 milljónir fylgja honum á Instagram. „Það eru margir geggjaðir dansarar að koma upp núna á Íslandi. Ég er svo oft í sjokki í danstímum yfir þessum hæfileikaríku nemendum okkar. Með samfélagsmiðlum þá eru krakkar miklu móttækilegri fyrir dönsurum og auðvelt að nálgast myndbönd af dönsurum og pikka upp rútínur á netinu.Ég var að taka upp spor Michaels Jackson á VHS-spólu og stúdera þau. Krakkar eru með aðgang sem ég hafði ekki. Ég braut pinnann í vídeóspólunni og merkti EKKI TAKA YFIR,“ segir hún og hlær. „Það var ekki mikið í boði þá en núna eru tækifærin nánast endalaus, hér heima og erlendis og ég elska það.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira