Krakkarnir læra mikið af dönsurum frá útlöndum Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2017 06:00 Stella Rósenkranz, dansari og deildarstjóri í DWC, segir að ákveðin tímamót séu í starfi skólans þetta árið með komu erlendra kennara. Mynd/Garðar Ólafsson „Við verðum í fyrsta skipti í skólanum með fasta erlenda kennara. Erlendir kennarar hafa komið yfir helgi og kennt á DWC Dance Camp, en það er stærsti dansviðburður sem er haldinn á Íslandi. Núna fáum tvo kennara sem eru í tíu daga í hvort skiptið,“ segir Stella Rósenkranz, danshöfundur og deildarstjóri í Dansstúdíói World Class. Svo mikill var áhuginn á komandi námskeiðum að heimasíðan réð illa við álagið þegar skráning fór fram. Annar kennarinn heitir Antoine Troupe og hefur komið áður. Hann hefur unnið með Prince og var einn þeirra sem sáu um margrómaða frammistöðu Chris Brown í þætti Jimmy Fallon. „Svo kemur Ibuki Imata frá Japan í nóvember en hún sérhæfir sig í Waacking dansstílnum. Við höfum aldrei boðið upp á kennslu í þeim dansstíl,“ segir hún. Stella segir að danssenan á Íslandi sé öflug og dansarar í dag séu með háleit markmið. „Þau vilja ná árangri og við viljum ýta undir það. Markmið okkar hjá DWC er að bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem nemendur ná árangri og ná sínum persónulegu markmiðum. Dansararnir okkar eru orðnir það öflugir að við viljum alltaf gera meira og betur á hverri önn. Þess vegna erum við að fá inn erlenda kennara.“ Tengslanet dansskólans er stórt og þó heimurinn sé stór þá er unnið að því hörðum höndum að minnka hann. „Við erum að reyna að búa til brú yfir hafið. Dans er ekki stór heimur en hann virkar risastór. Við erum búin að byggja upp stórt tengslanet og reynum að greiða veginn fyrir krakkana. En fyrst og fremst bjóðum við upp á dansnám sem gerir viðkomandi vonandi betri dansara og manneskju. Áherslan í okkar starfi er að nemendur okkar séu þeir sjálfir, þori að sýna persónuleika sinn á meðan þeir dansa og efla þannig sinn persónulega stíl.“ Önnin byrjar af krafti með tveimur heimsþekktum dönsurum. Annar þeirra er einn af danshöfundum Beyoncé en hann kallar sig Hollywood. Einnig er Matt Steffanina að koma en hann er einn vinsælasti kennari í heimi en 1,7 milljónir fylgja honum á Instagram. „Það eru margir geggjaðir dansarar að koma upp núna á Íslandi. Ég er svo oft í sjokki í danstímum yfir þessum hæfileikaríku nemendum okkar. Með samfélagsmiðlum þá eru krakkar miklu móttækilegri fyrir dönsurum og auðvelt að nálgast myndbönd af dönsurum og pikka upp rútínur á netinu.Ég var að taka upp spor Michaels Jackson á VHS-spólu og stúdera þau. Krakkar eru með aðgang sem ég hafði ekki. Ég braut pinnann í vídeóspólunni og merkti EKKI TAKA YFIR,“ segir hún og hlær. „Það var ekki mikið í boði þá en núna eru tækifærin nánast endalaus, hér heima og erlendis og ég elska það.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Við verðum í fyrsta skipti í skólanum með fasta erlenda kennara. Erlendir kennarar hafa komið yfir helgi og kennt á DWC Dance Camp, en það er stærsti dansviðburður sem er haldinn á Íslandi. Núna fáum tvo kennara sem eru í tíu daga í hvort skiptið,“ segir Stella Rósenkranz, danshöfundur og deildarstjóri í Dansstúdíói World Class. Svo mikill var áhuginn á komandi námskeiðum að heimasíðan réð illa við álagið þegar skráning fór fram. Annar kennarinn heitir Antoine Troupe og hefur komið áður. Hann hefur unnið með Prince og var einn þeirra sem sáu um margrómaða frammistöðu Chris Brown í þætti Jimmy Fallon. „Svo kemur Ibuki Imata frá Japan í nóvember en hún sérhæfir sig í Waacking dansstílnum. Við höfum aldrei boðið upp á kennslu í þeim dansstíl,“ segir hún. Stella segir að danssenan á Íslandi sé öflug og dansarar í dag séu með háleit markmið. „Þau vilja ná árangri og við viljum ýta undir það. Markmið okkar hjá DWC er að bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem nemendur ná árangri og ná sínum persónulegu markmiðum. Dansararnir okkar eru orðnir það öflugir að við viljum alltaf gera meira og betur á hverri önn. Þess vegna erum við að fá inn erlenda kennara.“ Tengslanet dansskólans er stórt og þó heimurinn sé stór þá er unnið að því hörðum höndum að minnka hann. „Við erum að reyna að búa til brú yfir hafið. Dans er ekki stór heimur en hann virkar risastór. Við erum búin að byggja upp stórt tengslanet og reynum að greiða veginn fyrir krakkana. En fyrst og fremst bjóðum við upp á dansnám sem gerir viðkomandi vonandi betri dansara og manneskju. Áherslan í okkar starfi er að nemendur okkar séu þeir sjálfir, þori að sýna persónuleika sinn á meðan þeir dansa og efla þannig sinn persónulega stíl.“ Önnin byrjar af krafti með tveimur heimsþekktum dönsurum. Annar þeirra er einn af danshöfundum Beyoncé en hann kallar sig Hollywood. Einnig er Matt Steffanina að koma en hann er einn vinsælasti kennari í heimi en 1,7 milljónir fylgja honum á Instagram. „Það eru margir geggjaðir dansarar að koma upp núna á Íslandi. Ég er svo oft í sjokki í danstímum yfir þessum hæfileikaríku nemendum okkar. Með samfélagsmiðlum þá eru krakkar miklu móttækilegri fyrir dönsurum og auðvelt að nálgast myndbönd af dönsurum og pikka upp rútínur á netinu.Ég var að taka upp spor Michaels Jackson á VHS-spólu og stúdera þau. Krakkar eru með aðgang sem ég hafði ekki. Ég braut pinnann í vídeóspólunni og merkti EKKI TAKA YFIR,“ segir hún og hlær. „Það var ekki mikið í boði þá en núna eru tækifærin nánast endalaus, hér heima og erlendis og ég elska það.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira