Óli Björn og Arnar fá Frelsisverðlaun SUS-ara Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2017 13:19 Óli Björn Kárason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/eyþór Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni frelsisverðlaunin í ár. Verðlaunin eru kennd við Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, en í tilkynningu segir að verðlaunin séu afhent ár hvert til þeirra sem hafa aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. „Óli Björn Kárason hefur verið ötull talsmaður frelsis á Íslandi í ræðu og riti síðustu áratugi. Óli Björn hóf stjórnmálaferil sinn í SUS og var framkvæmdastjóri sambandsins árin 1982–1983. Óli Björn hefur starfað sem lengst af í fjölmiðlum og útgáfu og var hann framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, stofnandi og ritstjóri Viðskiptablaðsins 1994–1999, ritstjóri DV 1999–2003 og útgefandi Þjóðmála 2015–2016. Ritstjóri Amx.is 2008. Hann hefur einnig gefið út bækurnar Valdablokkir riðlast, Stoðir FL bresta, Þeirra eigin orð, Síðasta vörnin – Hæstiréttur á villigötum í eitruðu andrúmslofti og Manifesto hægri manns. Óli Björn var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi árið 2016. Framlag hans til frelsisbaráttunnar hefur haft mikil áhrif á opinbera umræðu hér á landi og hvatt til minni ríkisafskipta. Arnar Sigurðsson hefur lengi talað fyrir auknu frelsi í viðskiptum og verslun. Arnar rekur fyrirtækið Sante ehf. sem annast innflutning á áfengi en félagið höfðaði nýverið mál gegn íslenska ríkinu og krafðist þess að ákvæði í reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni yrði dæmd ógild. Arnar hefur einnig verið mjög áberandi í skrifum sínum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem að hann tekur málstað einstaklingsins og fyrirtækja gegn ríkiseinokun,“ segir í tilkynningunni. Fyrri verðlaunahafar eru: 2007: Andri Snær Magnason og Andríki 2008: Margrét Pála Ólafsdóttir og Viðskiptaráð Íslands 2009: Davíð Scheving Thorsteinsson og Hugmyndaráðuneytið 2010: Brynjar Nielsson og InDefence 2011: Ragnar Árnason og Advice 2012: Hannes Hólmsteinn Gissurarson og AMX 2013: Gunnlaugur Jónsson og Samtökin '78 2014: Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetur um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH 2015: Vilhjálmur Árnason og Viðskiptaráð Íslands 2016: Sigríður Andersen og Almenna bókafélagið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni frelsisverðlaunin í ár. Verðlaunin eru kennd við Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, en í tilkynningu segir að verðlaunin séu afhent ár hvert til þeirra sem hafa aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. „Óli Björn Kárason hefur verið ötull talsmaður frelsis á Íslandi í ræðu og riti síðustu áratugi. Óli Björn hóf stjórnmálaferil sinn í SUS og var framkvæmdastjóri sambandsins árin 1982–1983. Óli Björn hefur starfað sem lengst af í fjölmiðlum og útgáfu og var hann framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, stofnandi og ritstjóri Viðskiptablaðsins 1994–1999, ritstjóri DV 1999–2003 og útgefandi Þjóðmála 2015–2016. Ritstjóri Amx.is 2008. Hann hefur einnig gefið út bækurnar Valdablokkir riðlast, Stoðir FL bresta, Þeirra eigin orð, Síðasta vörnin – Hæstiréttur á villigötum í eitruðu andrúmslofti og Manifesto hægri manns. Óli Björn var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi árið 2016. Framlag hans til frelsisbaráttunnar hefur haft mikil áhrif á opinbera umræðu hér á landi og hvatt til minni ríkisafskipta. Arnar Sigurðsson hefur lengi talað fyrir auknu frelsi í viðskiptum og verslun. Arnar rekur fyrirtækið Sante ehf. sem annast innflutning á áfengi en félagið höfðaði nýverið mál gegn íslenska ríkinu og krafðist þess að ákvæði í reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni yrði dæmd ógild. Arnar hefur einnig verið mjög áberandi í skrifum sínum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem að hann tekur málstað einstaklingsins og fyrirtækja gegn ríkiseinokun,“ segir í tilkynningunni. Fyrri verðlaunahafar eru: 2007: Andri Snær Magnason og Andríki 2008: Margrét Pála Ólafsdóttir og Viðskiptaráð Íslands 2009: Davíð Scheving Thorsteinsson og Hugmyndaráðuneytið 2010: Brynjar Nielsson og InDefence 2011: Ragnar Árnason og Advice 2012: Hannes Hólmsteinn Gissurarson og AMX 2013: Gunnlaugur Jónsson og Samtökin '78 2014: Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetur um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH 2015: Vilhjálmur Árnason og Viðskiptaráð Íslands 2016: Sigríður Andersen og Almenna bókafélagið
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira