Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira