Íslenski boltinn

Sjáið frábært mark Gísla og hin mörk Blika í Ólafsvík | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Blikar unnu sinn fyrsta sigur eftir Verslunarmannahelgi þegar þeir sóttu þrjú stig í Ólafsvíkina í kvöld.

Gísli Eyjólfsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Bjarnason skoruðu mörk Blika í leiknum. Mark Gísla var einstaklega glæsilegt en hann skoraði með þrumuskoti af löngu færi.

Aron Bjarnason lagði upp annað markið óeigingjarnt fyrir Sveinn Aron Guðjohnsen sem opnaði markareikning sinn í Breiðabliki. Aron skoraði síðan sjálfur þriðja markið í seinni hálfleiknum og innsiglaði sigurinn.

Þetta var fyrsti sigur Blika í ágúst en síðasti sigurleikur liðsins á undan þessum kom á móti Fjölni 31. júlí síðastliðinn.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá mörk Blika í Ólafsvík í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.