Sport

Fimleikjastjarna Íslands fagnar 19 ára afmæli sínu í dag | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir með verðlaun sem hún fékk á EM í Rúmeniu í apríl.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir með verðlaun sem hún fékk á EM í Rúmeniu í apríl. Vísir/EPA
Íslensk-hollenska fimleikastjarnan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir heldur upp á afmælið sitt í dag og fékk af því tilefni flott myndband með sér inn á fésbókarsíðu evrópska fimleiksambandsins.

Eyþóra Elísabet á íslenska foreldra en fæddist í Hollandi og keppir fyrir Holland. Hún fæddist 10. ágúst 1998 og fagnar því 19 ára afmæli sínu í dag.

Eyþóra hefur náð mjög flottum árangri á síðustu stórmótum. Hún varð níunda í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu í apríl vann hún tvenn verðlaun.

Eyþóra fékk þá silfurverðlaun á slá og bronsverðlaun á gólfi en hún endaði í tólfta sæti í fjölþrautinni.

Eyþóra keppti á Reykjavíkurleikunum í janúar og vann þá fimm verðlaun þar af gull í fjölþraut og á jafnvægisslá.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið á fésbókarsíðu evrópska fimleiksambandsins þar sem Eyþóra gerir flottar æfingar á slá á Evrópumótinu í Cluj-Napoca í Rúmeníu í apríl.


Tengdar fréttir

Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið

Ísland er líka landið mitt

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var næstum því hætt í fimleikum vegna bakmeiðsla fyrir aðeins tveimur árum en nú snýr hún heim frá Ríó sem níunda besta fimleikakona Ólympíuleikanna og hluti af sjöunda besta fimleikaliði ÓL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×