Innlent

Þessi sóttu um stöðu rektors í MR

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjórir sóttu um stöðu skólameistara FÁ og níu sóttu um stöðu rektors MR.
Fjórir sóttu um stöðu skólameistara FÁ og níu sóttu um stöðu rektors MR. Vísir/stefán
Níu hafa sótt um stöðu rektors í MR og fjórir hafa sótt um stöðu skólameistara Fjölbrautarskólans við Ármúla en umsóknarfrestur rann út þriðjudaginn 8. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Fjórar konur og fimm karlar sóttu um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík.

Umsækjendurnir níu eru:

Birgir Urbancic Ásgeirsson framhaldsskólakennari,

Björn Gunnlaugsson framhaldsskólakennari,

Elísabet Siemsen framhaldsskólakennari,

Kolbrún Erla Sigurðardóttir framhaldsskólakennari,

Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,

Margrét  Jónsdóttir Njarðvík framhaldsskólakennari,

Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari,

Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og

Sigurjón Benediktsson tannlæknir. 

Þá sóttu tvær konur og tveir karlar um stöðu skólameistara Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Umsækjendurnir fjórir eru:

Hulda Birna Baldursdóttir markaðsstjóri,

Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,

Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari og

Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari.

Þrjú sækja um báðar stöðurnar, þau Kristján Bjarni Halldórsson, Ólafur Haukur Johnson og Sigurbjörg Jóhannesdóttir.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðurnar frá og með 1. október næstkomandi, að því er kemur fram í tilkynningu. 


Tengdar fréttir

Ekki á dagskrá að sameina MR og Kvennó

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, segir að ekkert sé til í vangaveltum um að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann.

MR-ingar auglýsa sjálfir eftir nýjum rektor

Í auglýsingunni, sem birtist í morgun á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins, eru umsækjendur beðnir að senda umsóknir sínar á netfang menntamálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×