Fer eigin leiðir í förðuninni Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2017 11:00 Guðrún Sortveit förðunarfræðingur segir: Fyrir mér er mjög mikilvægt að vera með gott púður því ég er með olíumikla húð, auk þess sem augnabrúnavörur og sólarpúður koma sér alltaf vel. Síðan er ég alltaf með eitthvað á varirnar. „Hausttískan í förðun mun almennt einkennast af dekkri litum. Dökkur augnfarði og dökkur litur á varirnar verða áberandi og mattir litir víkja fyrir glossinu sem fær að njóta sín. Sjálf fer ég aldrei beinlínis eftir árstíðatísku í förðun en ég dett samt í annan gír á haustin en á sumrin og finnst þá skemmtilegra að nota dökka liti,“ segir Guðrún Sortveit sem lauk námi í förðun fyrir þremur árum. „Ég hef alltaf haft áhuga á förðun og eftir að hafa fylgst með förðunarmyndböndum á YouTube ákvað ég að slá til og skráði mig til náms í förðunarskóla. Frá því að ég útskrifaðist hef ég unnið við förðun og ýmis verk efni sem tengjast henni. Ég blogga á Trendnet.is og er með opinn Snapchat-aðgang fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem ég er að gera. Í sumar hef ég einnig unnið sem flugfreyja og í haust held ég áfram námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands,“ segir Guðrún en hægt er að finna hana á Snapchat undir heitinu gsortveitmakeup.Dökk augnförðun verður allsráðandi í haust. MYND/GETTYHvaða litir koma nýir inn í haust? „Hárauður kemur sterkur inn, þá annaðhvort rauðar varir eða rauður augnskuggi. Síðan eru klassísku haustlitirnir allaf mjög flottir og dökkar varir klikka aldrei. Ljósir litir detta út með haustinu.“Hvaða snyrtivörur eru ómissandi í snyrtiveskið? „Fyrir mér er mjög mikilvægt að vera með gott púður því ég er með olíumikla húð, auk þess sem augnabrúnavörur og sólarpúður koma sér alltaf vel. Síðan er ég alltaf með eitthvað á varirnar. Það er þó ótrúlega mismunandi hvað leynist í snyrtiveskinu mínu því ég er dugleg að prófa nýjar snyrtivörur og skipta út. Það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna er Urban Decay Bronzed sólarpúður, Sensai bronzing gel, Age Rewind hyljarinn frá Maybelline, Drops of Glow frá Body Shop og Monsiuer Big frá Lancôme. Ég elska ljómandi húð og fyrir mér er það alltaf flott.“Hvaða snyrtivöru getur þú alls ekki verið án? „Það eru líklegast augnabrúnavörurnar mínar en ég nota helst augnabrúnavörur frá Urban Decay og síðan er nýja uppáhaldið mitt Drops of Glow frá The Body Shop, æðisleg vara sem gefur ótrúlega fallegan ljóma.“Lumar þú á góðum förðunarráðum? „Já, ég mæli með að nota rakasprey. Sumir eru kannski hræddir við að nota það í gegnum alla förðunina en ég segi að það sé betra að nota meira af því en minna. Það frískar upp á alla förðunina og blandar öllu saman. Uppáhaldsrakaspreyið mitt þessa stundina er Ginzing rakaspreyið frá Origins.“Hvaða mistök gera flestir þegar kemur að förðun? „Ég held að stærstu mistökin séu að fólk hreinsar ekki húðina nógu vel eftir förðunina en það er ótrúlega mikilvægt. Ég mæli með tvöfaldri hreinsun, þ.e. byrja á að taka farðann af og hreinsa húðina síðan mjög vel. Loks er mikilvægt að nota gott rakakrem.“Hvernig færðu hugmyndir að flottri förðun? „Ég skoða netið mikið, t.d. Instagram, Pinterest og YouTube. Það eru svo margir flottir förðunarfræðingar sem gaman er að fylgjast með og fá innblástur frá. Þeir sem mér finnst standa upp úr á YouTube eru Pixiwoo-systurnar, Makeupshayla, Lily Pebbels, The Anna Edit, Tanya Burr, Desi Perkins, Lusterlux, Jachlyn Hill og margir fleiri. Ég mæli líka með að fylgjast með íslenskum YouTuber-um.“ Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Lífið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Hausttískan í förðun mun almennt einkennast af dekkri litum. Dökkur augnfarði og dökkur litur á varirnar verða áberandi og mattir litir víkja fyrir glossinu sem fær að njóta sín. Sjálf fer ég aldrei beinlínis eftir árstíðatísku í förðun en ég dett samt í annan gír á haustin en á sumrin og finnst þá skemmtilegra að nota dökka liti,“ segir Guðrún Sortveit sem lauk námi í förðun fyrir þremur árum. „Ég hef alltaf haft áhuga á förðun og eftir að hafa fylgst með förðunarmyndböndum á YouTube ákvað ég að slá til og skráði mig til náms í förðunarskóla. Frá því að ég útskrifaðist hef ég unnið við förðun og ýmis verk efni sem tengjast henni. Ég blogga á Trendnet.is og er með opinn Snapchat-aðgang fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem ég er að gera. Í sumar hef ég einnig unnið sem flugfreyja og í haust held ég áfram námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands,“ segir Guðrún en hægt er að finna hana á Snapchat undir heitinu gsortveitmakeup.Dökk augnförðun verður allsráðandi í haust. MYND/GETTYHvaða litir koma nýir inn í haust? „Hárauður kemur sterkur inn, þá annaðhvort rauðar varir eða rauður augnskuggi. Síðan eru klassísku haustlitirnir allaf mjög flottir og dökkar varir klikka aldrei. Ljósir litir detta út með haustinu.“Hvaða snyrtivörur eru ómissandi í snyrtiveskið? „Fyrir mér er mjög mikilvægt að vera með gott púður því ég er með olíumikla húð, auk þess sem augnabrúnavörur og sólarpúður koma sér alltaf vel. Síðan er ég alltaf með eitthvað á varirnar. Það er þó ótrúlega mismunandi hvað leynist í snyrtiveskinu mínu því ég er dugleg að prófa nýjar snyrtivörur og skipta út. Það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna er Urban Decay Bronzed sólarpúður, Sensai bronzing gel, Age Rewind hyljarinn frá Maybelline, Drops of Glow frá Body Shop og Monsiuer Big frá Lancôme. Ég elska ljómandi húð og fyrir mér er það alltaf flott.“Hvaða snyrtivöru getur þú alls ekki verið án? „Það eru líklegast augnabrúnavörurnar mínar en ég nota helst augnabrúnavörur frá Urban Decay og síðan er nýja uppáhaldið mitt Drops of Glow frá The Body Shop, æðisleg vara sem gefur ótrúlega fallegan ljóma.“Lumar þú á góðum förðunarráðum? „Já, ég mæli með að nota rakasprey. Sumir eru kannski hræddir við að nota það í gegnum alla förðunina en ég segi að það sé betra að nota meira af því en minna. Það frískar upp á alla förðunina og blandar öllu saman. Uppáhaldsrakaspreyið mitt þessa stundina er Ginzing rakaspreyið frá Origins.“Hvaða mistök gera flestir þegar kemur að förðun? „Ég held að stærstu mistökin séu að fólk hreinsar ekki húðina nógu vel eftir förðunina en það er ótrúlega mikilvægt. Ég mæli með tvöfaldri hreinsun, þ.e. byrja á að taka farðann af og hreinsa húðina síðan mjög vel. Loks er mikilvægt að nota gott rakakrem.“Hvernig færðu hugmyndir að flottri förðun? „Ég skoða netið mikið, t.d. Instagram, Pinterest og YouTube. Það eru svo margir flottir förðunarfræðingar sem gaman er að fylgjast með og fá innblástur frá. Þeir sem mér finnst standa upp úr á YouTube eru Pixiwoo-systurnar, Makeupshayla, Lily Pebbels, The Anna Edit, Tanya Burr, Desi Perkins, Lusterlux, Jachlyn Hill og margir fleiri. Ég mæli líka með að fylgjast með íslenskum YouTuber-um.“
Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Lífið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira