Fjöldi kókaínfíkla helst í hendur við haldlagt magn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sprenging hefur orðið í haldlögðu magni kókaíns það sem af er ári. vísir/hari Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00