Fjöldi kókaínfíkla helst í hendur við haldlagt magn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sprenging hefur orðið í haldlögðu magni kókaíns það sem af er ári. vísir/hari Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00