Fjöldi kókaínfíkla helst í hendur við haldlagt magn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sprenging hefur orðið í haldlögðu magni kókaíns það sem af er ári. vísir/hari Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00