Fjöldi kókaínfíkla helst í hendur við haldlagt magn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sprenging hefur orðið í haldlögðu magni kókaíns það sem af er ári. vísir/hari Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur sjúklingum á Vogi, sem greindust fíknir í örvandi vímuefni, verið að fjölga á ný. Athyglisvert er að þróun á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar vegna kókaínfíknar undanfarin ár fylgir að mörgu leyti þróuninni yfir það magn efnisins sem lögregla og tollgæsla leggur hald á. Árin 2006 til 2008 voru hápunktur í fjölda þeirra sem greindir voru með kókaínfíkn á Vogi en síðan fækkaði þeim snarlega eftir hrun og hefur verið að fjölga að undanförnu. Sömu sögu er að segja af magni haldlagðs kókaíns sem var umtalsvert í góðærinu 2006 að hruni 2008. Minna af kókaíni var svo haldlagt árin eftir hrun en það hefur síðan aukist snarlega frá árinu 2015. Fréttablaðið fjallaði í gær um sprengingu sem orðið hefur í kókaíninnflutningi til Íslands þar sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tæplega 21 kíló af efninu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögreglu finna fyrir því í störfum sínum að meira væri af kókaíni í umferð en oft áður.Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að ekki sé hægt að svara að svo stöddu hvort þeim sjúklingum sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar hafi fjölgað það sem af er árinu 2017. Þær tölur séu teknar saman í lok hvers árs. Almennt hafi orðið aukning á fíkn í örvandi efni á ný eftir hrun og árin sem fylgdu í kjölfarið, að undanskilinni fíkn í efni á borð við Ritalín. „Síðan er þetta augljóslega miklu meira aftur síðustu tvö árin. En hvort aukning hafi orðið á síðustu mánuðum er ekkert sem við merkjum í okkar daglegu störfum, en það sést betur þegar búið er að telja upp árið og það liggur fyrir.“ Grímur Grímsson sagði í Fréttablaðinu í gær að í síðasta góðæri hafi lögregla orðið vör við aukna notkun kókaíns og sama væri uppi á teningnum í efnahagslegum uppgangi síðustu missera. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum, sem sýna annars vegar fjölda sjúklinga á Vogi sem greindust fíknir í kókaín samkvæmt ársriti SÁÁ og hins vegar upplýsingar sem Fréttablaðið tók saman úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra um haldlagt magn kókaíns undanfarin ár, eru sveiflurnar áþekkar. Haldlagt magn kókaíns hverju sinni virðist því gefa vísbendingar um eftirspurnina og neyslu hverju sinni. Ef svo er gæti þróunin í ár verið áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. 17. ágúst 2017 06:00