Skipstjórinn á Akranesi sofandi þegar farþegar voru klárir í bátana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2017 16:45 Nanna Elísa (til vinstri) upplifðu Brekkusönginn, blysin og hvítu tjöldin í fyrsta skipti. Allt saman stóð undir væntingum. Um hundrað manns biðu í klukkustund eftir brottför Akranesferjunnar frá Vestmannaeyjum í gærmorgun. Ferjan átti samkvæmt því sem stóð á miðanum að láta úr höfn klukkan sex og vera komin í Landeyjahöfn fimmtán mínútum síðar. Vegna frestunar misstu margir af strætó til Reykjavíkur klukkan sjö og máttu dúsa í Landeyjahöfn þar til næsti strætó fór um tveimur tímum síðar. Úr varð að sumir gestir biðu í á fjórða tíma og voru komnir heim í rúm klukkustundum seinna en ætlað var. Framkvæmdastjóri Sæferða segir mjög leitt að svo hafi farið og segir að misskilningur hafi valdið seinkuninni. Hans menn hafi verið í fastasvefni þegar farþegar mættu á bryggjuna tilbúnir að komast til síns heima eftir helgina. Bílastæðið við Landeyjahöfn var stappað um helgina.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Strætóinn farinn Eftir vel heppnað lokakvöld á Þjóðhátíð í Eyjum mætti fjöldi fólks niður á bryggju á Heimaey tilbúin að sigla í Landeyjahöfn. Meðal þeirra voru um hundrað manns sem áttu bókað far með Akranesi, ferjunni sem alla jafna siglir á milli Reykjavíkur og Akraness, en var nýtt í tengslum við Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Akranes átti að leggja úr höfn klukkan sex um morguninn en þegar klukkan sló sex var ekkert að frétta. „Við lögðum stundvíslega af stað úr Dalnum klukkan 05:40 og röltum niður á bryggjuna,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, ein þeirra sem átti bókað far með ferjunni. Hún hafði keypt miðann á Dalurinn.is ásamt vinkonu sinni á miðvikudaginn þegar leyfi hafði fengist fyrir siglingum Akraness til og frá Eyjum á föstudeginum og mánudeginum. Brottför klukkan sex stóð á miðanum og voru þær stöllur framarlega í röðinni á bryggjunni. Ferjan var í höfn en ekkert að frétta. „Það voru allir frekar rólegir, bara þreyttir. Þarna eru allir annaðhvort nývaknaðir eftir eins tíma kríu eða koma beint úr Dalnum,“ segir Nanna. Starfsfólk á svæðinu, sem hafði auga með röðinni, hafði fá svör. Þegar hópurinn var farinn að ókyrrast, eftir 30-40 mínútur, fór einn starfsmaðurinn að leita svara. „Hann kom hlæjandi til baka og sagði að ferjan hefði ekki leyfi til að sigla klukkan sex,“ segir Nanna. Skipstjórinn væri að bíða þangað til hann fengi leyfi klukkan sjö. Klukkan sjö var lagt úr höfn. „Sem þýddi að við misstum af strætónum í Landeyjahöfn klukkan sjö.“ Nanna Elísa komin um borð í strætisvagninn frá Landeyjahöfn klukkan 9:19. Geggjaður kjúklingaborgari sárabætur Stemningin í Landeyjahöfn var í myglaðri kantinum og fæstir spenntir fyrir frekari bið sem í heildina teygði sig í þrjár klukkustundir. „Það var engin stemning. Allir eins og einhverjar vofur,“ segir Nanna. Hún hafi þó leyft sér að hlæja að þessu öllu saman. „En svo varð ég svo hissa að sjá í fréttum að þetta hefði verið svo stórkostlega vel heppnað. Það fannst mér aðeins pirrandi að sjá,“ segir Nanna. Vísar hún til fréttar Vísis í dag þar sem Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, sagði siglingarnar um helgina hafa tekist stórkostlega. Þökk sé seinkuninni fékk Nanna þó að bragða á kjúklingaborgara í Landeyjahöfn úr „gourmet“ matarvagni þar sem starfsfólk stóð vaktina snemma morguns. „Ég fékk samt besta kjúklingaborgara sem ég hef nokkurn tímann fengið. Hann var ótrúlegur. Krispí kjúklingur, krispí brauð. Það var geggjað,“ segir Nanna sem var á sinni fyrstu Þjóðhátíð. Hátíð sem stóð svo sannarlega undir væntingum. „Þetta var geðveikt og þessi seinkun litaði ekkert upplifunina. Þetta var mín fyrsta ferð, fyrsti brekkusöngur og stóð sannarlega undir væntingum. Mig hefur lengi langað að fara á Þjóðhátíð,“ segir Nanna og hrósar Eyjamönnum. Í einu hvítu tjaldanna hafi spurst út að Nanna væri á sinni fyrstu Þjóðhátíð og þótti við hæfi að tilkynna það formlega í gjallarhorni. „Eyjamenn eru stuðfólk,“ segir Nanna og hlær. Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum er miður sín vegna málsins.vísir/óskar p. friðriksson Þykir málið mjög leitt Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir um leiðan misskilning að ræða á milli Sæferða og Íþróttabandalags Vestmannaeyja, sem seldi miðana í umrædda ferð. „Það hefði verið fínt að byrja sex en mínir menn voru í svefni þegar fólk mætti á bryggjuna,“ segir Gunnlaugur. „Okkur þykir þetta mjög leitt að sjálfsögðu og ÍBV líka,“ segir Gunnlaugur sem hefur rætt málið við framkvæmdastjóra ÍBV. „ÍBV seldi algjörlega í þessa ferð, það fór ekki í gegnum okkar kerfi. Þau keyptu 100 sæti í þessa fyrstu ferð. Við vorum í þeirri góðu trú að þetta væri klukkan sjö,“ segir Gunnlaugur. Auðvitað sé alltaf eitthvað sem geti komið upp á en hann ítrekar að þeim þyki þetta mjög leitt. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Um hundrað manns biðu í klukkustund eftir brottför Akranesferjunnar frá Vestmannaeyjum í gærmorgun. Ferjan átti samkvæmt því sem stóð á miðanum að láta úr höfn klukkan sex og vera komin í Landeyjahöfn fimmtán mínútum síðar. Vegna frestunar misstu margir af strætó til Reykjavíkur klukkan sjö og máttu dúsa í Landeyjahöfn þar til næsti strætó fór um tveimur tímum síðar. Úr varð að sumir gestir biðu í á fjórða tíma og voru komnir heim í rúm klukkustundum seinna en ætlað var. Framkvæmdastjóri Sæferða segir mjög leitt að svo hafi farið og segir að misskilningur hafi valdið seinkuninni. Hans menn hafi verið í fastasvefni þegar farþegar mættu á bryggjuna tilbúnir að komast til síns heima eftir helgina. Bílastæðið við Landeyjahöfn var stappað um helgina.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Strætóinn farinn Eftir vel heppnað lokakvöld á Þjóðhátíð í Eyjum mætti fjöldi fólks niður á bryggju á Heimaey tilbúin að sigla í Landeyjahöfn. Meðal þeirra voru um hundrað manns sem áttu bókað far með Akranesi, ferjunni sem alla jafna siglir á milli Reykjavíkur og Akraness, en var nýtt í tengslum við Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Akranes átti að leggja úr höfn klukkan sex um morguninn en þegar klukkan sló sex var ekkert að frétta. „Við lögðum stundvíslega af stað úr Dalnum klukkan 05:40 og röltum niður á bryggjuna,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, ein þeirra sem átti bókað far með ferjunni. Hún hafði keypt miðann á Dalurinn.is ásamt vinkonu sinni á miðvikudaginn þegar leyfi hafði fengist fyrir siglingum Akraness til og frá Eyjum á föstudeginum og mánudeginum. Brottför klukkan sex stóð á miðanum og voru þær stöllur framarlega í röðinni á bryggjunni. Ferjan var í höfn en ekkert að frétta. „Það voru allir frekar rólegir, bara þreyttir. Þarna eru allir annaðhvort nývaknaðir eftir eins tíma kríu eða koma beint úr Dalnum,“ segir Nanna. Starfsfólk á svæðinu, sem hafði auga með röðinni, hafði fá svör. Þegar hópurinn var farinn að ókyrrast, eftir 30-40 mínútur, fór einn starfsmaðurinn að leita svara. „Hann kom hlæjandi til baka og sagði að ferjan hefði ekki leyfi til að sigla klukkan sex,“ segir Nanna. Skipstjórinn væri að bíða þangað til hann fengi leyfi klukkan sjö. Klukkan sjö var lagt úr höfn. „Sem þýddi að við misstum af strætónum í Landeyjahöfn klukkan sjö.“ Nanna Elísa komin um borð í strætisvagninn frá Landeyjahöfn klukkan 9:19. Geggjaður kjúklingaborgari sárabætur Stemningin í Landeyjahöfn var í myglaðri kantinum og fæstir spenntir fyrir frekari bið sem í heildina teygði sig í þrjár klukkustundir. „Það var engin stemning. Allir eins og einhverjar vofur,“ segir Nanna. Hún hafi þó leyft sér að hlæja að þessu öllu saman. „En svo varð ég svo hissa að sjá í fréttum að þetta hefði verið svo stórkostlega vel heppnað. Það fannst mér aðeins pirrandi að sjá,“ segir Nanna. Vísar hún til fréttar Vísis í dag þar sem Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, sagði siglingarnar um helgina hafa tekist stórkostlega. Þökk sé seinkuninni fékk Nanna þó að bragða á kjúklingaborgara í Landeyjahöfn úr „gourmet“ matarvagni þar sem starfsfólk stóð vaktina snemma morguns. „Ég fékk samt besta kjúklingaborgara sem ég hef nokkurn tímann fengið. Hann var ótrúlegur. Krispí kjúklingur, krispí brauð. Það var geggjað,“ segir Nanna sem var á sinni fyrstu Þjóðhátíð. Hátíð sem stóð svo sannarlega undir væntingum. „Þetta var geðveikt og þessi seinkun litaði ekkert upplifunina. Þetta var mín fyrsta ferð, fyrsti brekkusöngur og stóð sannarlega undir væntingum. Mig hefur lengi langað að fara á Þjóðhátíð,“ segir Nanna og hrósar Eyjamönnum. Í einu hvítu tjaldanna hafi spurst út að Nanna væri á sinni fyrstu Þjóðhátíð og þótti við hæfi að tilkynna það formlega í gjallarhorni. „Eyjamenn eru stuðfólk,“ segir Nanna og hlær. Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum er miður sín vegna málsins.vísir/óskar p. friðriksson Þykir málið mjög leitt Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir um leiðan misskilning að ræða á milli Sæferða og Íþróttabandalags Vestmannaeyja, sem seldi miðana í umrædda ferð. „Það hefði verið fínt að byrja sex en mínir menn voru í svefni þegar fólk mætti á bryggjuna,“ segir Gunnlaugur. „Okkur þykir þetta mjög leitt að sjálfsögðu og ÍBV líka,“ segir Gunnlaugur sem hefur rætt málið við framkvæmdastjóra ÍBV. „ÍBV seldi algjörlega í þessa ferð, það fór ekki í gegnum okkar kerfi. Þau keyptu 100 sæti í þessa fyrstu ferð. Við vorum í þeirri góðu trú að þetta væri klukkan sjö,“ segir Gunnlaugur. Auðvitað sé alltaf eitthvað sem geti komið upp á en hann ítrekar að þeim þyki þetta mjög leitt.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira