Opnaði draumabarinn: "Ég kann að blanda White Russian en það er bara af því ég horfði á Big Lebowski“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 21:00 Hrólfur og Ólöf standa vaktina á nýja barnum. Òlafur Haukur Kàrason Jón Hrólfur Baldursson, rakarinn á Siglufirði, hefur opnað nýjan bar við hliðina á rakarastofunni sinni, Hrímnir Hár og Skegg. Nafnið á barnum er Kveldúlfur Bjór og Bús en Hrólfur, eins og hann er kallaður, á barinn ásamt konu sinni Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur. Hjónin opnuðu barinn nú um Verslunarmannahelgina. Þau auglýstu ekki opnunina en margir mættu og skemmtu sér vel. Hrólfur segist þó, í samtali við Vísi, hafa verið pínu smeykur fyrir opnuninni.Barinn er opinn miđvikudaga og fimmtudaga frà 20:00 - 23:00 og föstudaga og laugardaga frà kl. 20:00 - 01:00.Kveldúlfur„Ég var pínu smeykur. Ég auglýsti ekki neitt og ég bara opnaði og lét það berast. Það var bara mjög fínt að gera og fínt að læra aðeins inn á þetta. Ég kann að blanda White Russian en það er bara af því ég horfði á Big Lebowski ég kann nú ekkert mikið meira. Svo bara spyr maður hvað er í þessu,“ segir Hrólfur og bendir á að þarna eigi að ríkja þægileg stemmning þar sem fólk getur spjallað saman og við barþjóninn ef hann er í góðu skapi.Appelsín með lakkrísröri Fortíðarþráin er við völd á barnum og er þar meðal annars boðið upp á hinn alíslenska og vinsæla drykk appelsín með lakkrísröri. Þá geta þeir sem þyrstir í tærnar bætt við einum góðum slurk af áfengi að eigin vali ofan í nostalgíuna.Kveldúlfur Bjór og Bús opnaði nú um Verslunarmannahelgina við fögnuð bæjarbúa. Þar er hægt að gæða sér á gamla góða appelsíninu og lakkrís.Kveldúlfur Bar og BúsHrólfur hefur lengi reynt að finna hinn fullkomna stað fyrir bar nefnir að hann hafi fyrst fengið hugmynd að því að opna bar, fyrir sautján árum síðan en það verður að teljast nokkuð löng meðganga. Nafnið á barnum og á rakarastofunni kemur úr goðafræðinni og tengist sögu bæjarins.Fortíðarandinn er áberandi inn á barnum.Kveldúlfur„Ég var fyrir sunnan í sautján ár og var með stofu þar og svo fluttum við heim á Sigló fyrir fjórum árum og þá var ég að hugsa um nafn og ég ákvað að tengja þetta við gamla tímann. Hérna voru þessi gömlu síldar og söltunarplön og þessi gömlu fyrirtæki. Hrímnir er tekið frá fyrirtæki sem var hér og Kveldúlfur er nafn sem stendur utan á Síldarminjasafninu. Ég er svo hrifin af þessum gömlu goðafræðisnöfnum og ég er hrifinn af þessu íslenska og gamla. Þetta er til heiðurs gömlu tímunum sem byggðu upp fjörðinn,“ Jón Hrólfur. Eingöngu bar „Ég held að þetta sé eiginlega fyrsti barinn sem er eingöngu bar; ekki með matsölu en þeir eru með vínveitingaleyfi hjá Segul, sem er bar, en það er náttúrulega bjórframleiðsla,“ segir Hrólfur og bendir á að vínveitingaleyfi sé algengt í firðinum og tekur bakaríið sem dæmi en þar er hægt að fá einn kaldann með súkkulaði snúðnum ef fólk hefur áhuga á slíku. Á barnum verður boðið upp á áfengi frá Segli sem og Ölgerðinni. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Jón Hrólfur Baldursson, rakarinn á Siglufirði, hefur opnað nýjan bar við hliðina á rakarastofunni sinni, Hrímnir Hár og Skegg. Nafnið á barnum er Kveldúlfur Bjór og Bús en Hrólfur, eins og hann er kallaður, á barinn ásamt konu sinni Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur. Hjónin opnuðu barinn nú um Verslunarmannahelgina. Þau auglýstu ekki opnunina en margir mættu og skemmtu sér vel. Hrólfur segist þó, í samtali við Vísi, hafa verið pínu smeykur fyrir opnuninni.Barinn er opinn miđvikudaga og fimmtudaga frà 20:00 - 23:00 og föstudaga og laugardaga frà kl. 20:00 - 01:00.Kveldúlfur„Ég var pínu smeykur. Ég auglýsti ekki neitt og ég bara opnaði og lét það berast. Það var bara mjög fínt að gera og fínt að læra aðeins inn á þetta. Ég kann að blanda White Russian en það er bara af því ég horfði á Big Lebowski ég kann nú ekkert mikið meira. Svo bara spyr maður hvað er í þessu,“ segir Hrólfur og bendir á að þarna eigi að ríkja þægileg stemmning þar sem fólk getur spjallað saman og við barþjóninn ef hann er í góðu skapi.Appelsín með lakkrísröri Fortíðarþráin er við völd á barnum og er þar meðal annars boðið upp á hinn alíslenska og vinsæla drykk appelsín með lakkrísröri. Þá geta þeir sem þyrstir í tærnar bætt við einum góðum slurk af áfengi að eigin vali ofan í nostalgíuna.Kveldúlfur Bjór og Bús opnaði nú um Verslunarmannahelgina við fögnuð bæjarbúa. Þar er hægt að gæða sér á gamla góða appelsíninu og lakkrís.Kveldúlfur Bar og BúsHrólfur hefur lengi reynt að finna hinn fullkomna stað fyrir bar nefnir að hann hafi fyrst fengið hugmynd að því að opna bar, fyrir sautján árum síðan en það verður að teljast nokkuð löng meðganga. Nafnið á barnum og á rakarastofunni kemur úr goðafræðinni og tengist sögu bæjarins.Fortíðarandinn er áberandi inn á barnum.Kveldúlfur„Ég var fyrir sunnan í sautján ár og var með stofu þar og svo fluttum við heim á Sigló fyrir fjórum árum og þá var ég að hugsa um nafn og ég ákvað að tengja þetta við gamla tímann. Hérna voru þessi gömlu síldar og söltunarplön og þessi gömlu fyrirtæki. Hrímnir er tekið frá fyrirtæki sem var hér og Kveldúlfur er nafn sem stendur utan á Síldarminjasafninu. Ég er svo hrifin af þessum gömlu goðafræðisnöfnum og ég er hrifinn af þessu íslenska og gamla. Þetta er til heiðurs gömlu tímunum sem byggðu upp fjörðinn,“ Jón Hrólfur. Eingöngu bar „Ég held að þetta sé eiginlega fyrsti barinn sem er eingöngu bar; ekki með matsölu en þeir eru með vínveitingaleyfi hjá Segul, sem er bar, en það er náttúrulega bjórframleiðsla,“ segir Hrólfur og bendir á að vínveitingaleyfi sé algengt í firðinum og tekur bakaríið sem dæmi en þar er hægt að fá einn kaldann með súkkulaði snúðnum ef fólk hefur áhuga á slíku. Á barnum verður boðið upp á áfengi frá Segli sem og Ölgerðinni.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira