Fyrsta barnahornið vék fyrir spjaldtölvum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ragnar Guðmundsson og Jóhann Jónsson, yfirmatreiðslumaður á Lauga-ási, með kubbana sem nú eru komnir í kassa. vísir/ernir „Börn eru hætt að kubba,“ segir Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari og einn eigenda Lauga-áss, um ákvörðun sína um að fjarlægja barnahorn veitingastaðarins í byrjun sumars. Þá voru liðin 38 ár síðan Ragnar kom upp sérstakri leikaðstöðu fyrir sína yngstu gesti með kubbum og bókum. „Ég hafði þá unnið á fleiri veitingastöðum og við vorum fyrst til að gera barnahorn og fengum kubba, bækur og blöð. Á þessum tíma var lítið um að fjölskyldur færu út að borða og við vorum með ódýran mat fyrir þær. Við vorum búin að vera með barnahorn í tvö ár þegar bankarnir loksins uppgötvuðu þau,“ segir Ragnar og hlær. „En svo voru krakkarnir alveg hættir að fara í hornið enda allir komnir með iPad, tölvur og síma. Tækin eru notuð við borðin þar sem foreldrarnir eru. Ég er því búinn að setja borð og stóla í staðinn fyrir barnahornið,“ segir Ragnar.Barnahorn veitingastaðarins var síðast tekið í gegn árið 1999.Lauga-ás var opnaður sumarið 1979 við Laugarásveg 1 í Laugardalnum í Reykjavík. Staðurinn hefur allar götur síðan sérhæft sig í þjóðlegum íslenskum réttum. Sú nýbreytni að staðurinn bauð börnum að dunda sér með kubba og lesa bækur vakti athygli á sínum tíma og fjallað var um framtakið í fjölmiðlum. Í umfjöllun Vikunnar árið 1980 var það sagt sérstaklega lofsvert og bent á að aðrir veitingastaðir hefðu gert slíkt hið sama. „Nú sér maður meira að segja litla krakka í barnastólum og það er sett fyrir framan þá lítil tölva,“ segir Ragnar og tekur fram að börn séu áfram velkomin á staðinn. „Maður er nú kominn á efri árin og kann varla á þessi tæki sjálfur,“ segir Ragnar sem rekur Lauga-ás ásamt syni sínum, Guðmundi Kr. Ragnarssyni. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Börn eru hætt að kubba,“ segir Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari og einn eigenda Lauga-áss, um ákvörðun sína um að fjarlægja barnahorn veitingastaðarins í byrjun sumars. Þá voru liðin 38 ár síðan Ragnar kom upp sérstakri leikaðstöðu fyrir sína yngstu gesti með kubbum og bókum. „Ég hafði þá unnið á fleiri veitingastöðum og við vorum fyrst til að gera barnahorn og fengum kubba, bækur og blöð. Á þessum tíma var lítið um að fjölskyldur færu út að borða og við vorum með ódýran mat fyrir þær. Við vorum búin að vera með barnahorn í tvö ár þegar bankarnir loksins uppgötvuðu þau,“ segir Ragnar og hlær. „En svo voru krakkarnir alveg hættir að fara í hornið enda allir komnir með iPad, tölvur og síma. Tækin eru notuð við borðin þar sem foreldrarnir eru. Ég er því búinn að setja borð og stóla í staðinn fyrir barnahornið,“ segir Ragnar.Barnahorn veitingastaðarins var síðast tekið í gegn árið 1999.Lauga-ás var opnaður sumarið 1979 við Laugarásveg 1 í Laugardalnum í Reykjavík. Staðurinn hefur allar götur síðan sérhæft sig í þjóðlegum íslenskum réttum. Sú nýbreytni að staðurinn bauð börnum að dunda sér með kubba og lesa bækur vakti athygli á sínum tíma og fjallað var um framtakið í fjölmiðlum. Í umfjöllun Vikunnar árið 1980 var það sagt sérstaklega lofsvert og bent á að aðrir veitingastaðir hefðu gert slíkt hið sama. „Nú sér maður meira að segja litla krakka í barnastólum og það er sett fyrir framan þá lítil tölva,“ segir Ragnar og tekur fram að börn séu áfram velkomin á staðinn. „Maður er nú kominn á efri árin og kann varla á þessi tæki sjálfur,“ segir Ragnar sem rekur Lauga-ás ásamt syni sínum, Guðmundi Kr. Ragnarssyni.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira