Sannfærð um að byrgin voru til að geyma fisk Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2017 22:00 Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru skiptar skoðanir um það hvort byrgin við Gufuskála og Dritvík hafi verið reist til að geyma fisk eða séu leifar írskra bænahúsa og þar með keltnesk að uppruna, eins og Snæfellingurinn Sæmundur Kristjánsson heldur fram. Ragnheiður Traustadóttir segir slík byrgi einnig finnast á Reykjanesi, eins og á Selatöngum, Stafnesi, í Grindavík og við Ísólfsskála. Þar séu þau öll tengd verstöðvum. „Þannig að ég er eiginlega sannfærð um að þetta séu fiskibyrgi. Og ef við myndum rannsaka þau, og skoða kannski gólfskán eða slíkt, þá myndum við hugsanlega komast að því enn betur hvort það hafi ekki örugglega verið geymdur fiskur þarna og þurrkaður.“ Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ragnheiður segir byrgin á Reykjanesi sambærileg þeim á Snæfellsnesi, sem hún hafi einnig skoðað, og kveðst nokkuð sannfærð um að þau tengist fiskverkun og sjómennsku. Sæmundur Kristjánsson telur að hafi þetta verið fiskbyrgi hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. Ragnheiður segir menn vel geta hafa flutt fisk í þau þótt ekki sjáist vegir að þeim. Þá þurfi ekki að vera óeðlilegt að byrgjanna sé ekki getið í jarða- og hlunnindaskrám, þær séu frá átjándu öld en verstöðvarnar mun eldri. Heimildir frá þeim tíma séu mjög rýrar, sem bendi til að þessar minjar geti verið mun eldri en skrárnar. Gerð mannvirkjanna og staðsetningu telur hún styðja hlutverk þeirra. Í hrauninu blási vel í gegnum þau og refurinn komist ekki í þau. „Þetta tel ég að hafi verið bara nokkuð góð byrgi fyrir fisk.“ Tengdar fréttir Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru skiptar skoðanir um það hvort byrgin við Gufuskála og Dritvík hafi verið reist til að geyma fisk eða séu leifar írskra bænahúsa og þar með keltnesk að uppruna, eins og Snæfellingurinn Sæmundur Kristjánsson heldur fram. Ragnheiður Traustadóttir segir slík byrgi einnig finnast á Reykjanesi, eins og á Selatöngum, Stafnesi, í Grindavík og við Ísólfsskála. Þar séu þau öll tengd verstöðvum. „Þannig að ég er eiginlega sannfærð um að þetta séu fiskibyrgi. Og ef við myndum rannsaka þau, og skoða kannski gólfskán eða slíkt, þá myndum við hugsanlega komast að því enn betur hvort það hafi ekki örugglega verið geymdur fiskur þarna og þurrkaður.“ Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ragnheiður segir byrgin á Reykjanesi sambærileg þeim á Snæfellsnesi, sem hún hafi einnig skoðað, og kveðst nokkuð sannfærð um að þau tengist fiskverkun og sjómennsku. Sæmundur Kristjánsson telur að hafi þetta verið fiskbyrgi hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. Ragnheiður segir menn vel geta hafa flutt fisk í þau þótt ekki sjáist vegir að þeim. Þá þurfi ekki að vera óeðlilegt að byrgjanna sé ekki getið í jarða- og hlunnindaskrám, þær séu frá átjándu öld en verstöðvarnar mun eldri. Heimildir frá þeim tíma séu mjög rýrar, sem bendi til að þessar minjar geti verið mun eldri en skrárnar. Gerð mannvirkjanna og staðsetningu telur hún styðja hlutverk þeirra. Í hrauninu blási vel í gegnum þau og refurinn komist ekki í þau. „Þetta tel ég að hafi verið bara nokkuð góð byrgi fyrir fisk.“
Tengdar fréttir Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00