Vilja koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í fornum kirkjugarði Reykvíkinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:21 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“ Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“
Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00
Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30
Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30