Innlent

Sátt náðist um Landsímareitinn

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Fallið var frá því að rífa Vallarstræti 4 og er viðbótarbyggingarmagn á lóðinni minnkað í nýja deiliskipulaginu fyrir Landsímareitinn.
Fallið var frá því að rífa Vallarstræti 4 og er viðbótarbyggingarmagn á lóðinni minnkað í nýja deiliskipulaginu fyrir Landsímareitinn. Mynd/Reykjavíkurborg
Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna.

Í meginatriðum felur breytingartillagan í sér að öll eldri húsin á reitnum fái að standa. Nýbyggingar eru byggðar í bilin á milli húsanna. Aðrar breytingar núverandi húsa miða að því að gera á þeim lítilsháttar breytingar.

Undanfarin ár hefur deiliskipulag Landsímareitsins, eða Kvosar, verið til endurskoðunar. Árin 2008 og 2009 voru auglýstar breytingar á deiliskipulagi reitsins vegna óska lóðarhafa um að nýta uppbyggingarheimildir samkvæmt gildandi deiliskipulagi og byggja hótel við Vallarstræti.

Vegna fjölda athugasemda sem bárust, meðal annars vegna tónleikastaðarins Nasa, ákvað Skipulagsráð að efna til opinnar samkeppni um framtíðarsýn svæðisins. Deiliskipulagstillaga var unnin í framhaldi af niðurstöðu keppninnar, sem ASK arkítektar unnu.

Meðal þeirra sem hafa andmælt skipulaginu er Alþingi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, lýsti yfir harðri andstöðu við byggingu nýs hótels á reitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×