Beinin segja mikla sögu Birta Björnsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:30 Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala. Fornminjar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala.
Fornminjar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira