Jakkakragarnir þrír: Einhneppu, tvíhneppu og sjallaðir Brynhildur Björnsdóttir skrifar 14. júlí 2017 13:00 Barack og Michelle Obama en sá fyrrnefndi er þarna í einhneppuhyrnda smókingnum sínum. Michelle Obama sagði eitt sinn að þegar hún var forsetafrú Bandríkjanna hefðu fjölmiðlar velt sér upp úr hverri örðu af klæðnaði hennar: efnum, sniði, hálsmáli, litum, fylgihlutum og skartgripum. Á meðan segir hún að maður hennar hefði komist upp með að eiga einn smóking sem hann klæddist við öll betri tilefni. Við nánari athugun reyndist þetta ekki vera alveg rétt hjá forsetafrúnni fyrrverandi þar sem Obama sást í tveimur smókingum sem þekktust í sundur af því hvernig kraganum var háttað.Hér má sjá dæmi um sjalkragasmóking (til vinstri) og smóking með tvíhneppuhyrndum kraga.Kragar eru mikilvægir á smóking og raunar öllum jakkafötum og jökkum. Á smóking eru þeir í þremur gerðum: sjalkragi sem er ekki með neinum hornum, kragi með einhneppuhorni sem kallast „notched“ á ensku og kragi með tvíhneppuhorni sem kallast „peaked“. Þess má geta að þessi lýsandi íslensku heiti koma frá Sævari Karli Ólafssyni klæðskerameistara. Tvíhneppukragarnir standa meira út í loftið og eru meira áberandi og oft með einu hnappagati á boðungnum. Þeir þykja einnig fínni þar sem meira efni og saumaskapur fer í að búa þá til en hina kragana. Tvíhnepptu kragarnir voru algengastir lengi framan af enda hundrað ára hefð að baki þeim og það er eiginlega ekki hægt að búa til afslappaða stemmingu kringum tvíhneppta kragann, ólíkt þeim einhneppta sem er til dæmis hægt að nota með bindi ef ætlunin er að vera ekki alveg eins formlegur.Sean Connery einnig þekktur sem James Bond í sjalkragasmóking. Sjalkragarnir voru búnir til kringum 1970 í tilraun til að nútímavæða smókinginn og hinn eini sanni James Bond (Sean Connery) var alltaf í þessari kragagerð. Hvaða kragi er valinn fer eftir því hvaða ímynd hinn smókingklæddi vill varpa fram, einhneppti kraginn er öruggur við allar aðstæður á meðan sá tvíhneppti vekur meiri athygli og er hátíðlegri. Sjalkraginn þykir almennt klæða grannvaxna menn betur en þó er ekkert algilt í þeim efnum. En víkjum þá aftur sögunni að Obama. Smókingar hans voru sinn af hvorri hornskörpu gerðinni, annar einhneppu og hinn tvíhneppu. Hann klæddist þeim sitt á hvað en virðist þó hafa valið þá eftir tilefnum. Þannig klæddist hann smókingnum með tvíhneppukraganum þegar erlendir þjóðhöfðingjar sóttu hann heim en einhneppukraginn varð fyrir valinu þegar þau hjónin fóru í opinberar heimsóknir.Hér má sjá Barack Obama í tvíhneppuhyrnkraga smókingnum sínum á fjáröflunarviðburði. Michelle Obama er í kjól.vísir/gettyObama komst upp með það í átta ár að eiga tvo smókinga og vera í þeim til skiptis á meðan Michelle klæddist tugum ef ekki hundruðum kjóla með tilheyrandi fylgihlutum, skartgripum, hárgreiðslum og umtali. Það má því kannski segja að konur þurfi bara að vera duglegri að vera í smóking.Einhneppuhyrndur smókingkragi hentar við öll tilefni og er ekki eins krefjandi og sá tvíhneppuhyrndi. Mest lesið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Michelle Obama sagði eitt sinn að þegar hún var forsetafrú Bandríkjanna hefðu fjölmiðlar velt sér upp úr hverri örðu af klæðnaði hennar: efnum, sniði, hálsmáli, litum, fylgihlutum og skartgripum. Á meðan segir hún að maður hennar hefði komist upp með að eiga einn smóking sem hann klæddist við öll betri tilefni. Við nánari athugun reyndist þetta ekki vera alveg rétt hjá forsetafrúnni fyrrverandi þar sem Obama sást í tveimur smókingum sem þekktust í sundur af því hvernig kraganum var háttað.Hér má sjá dæmi um sjalkragasmóking (til vinstri) og smóking með tvíhneppuhyrndum kraga.Kragar eru mikilvægir á smóking og raunar öllum jakkafötum og jökkum. Á smóking eru þeir í þremur gerðum: sjalkragi sem er ekki með neinum hornum, kragi með einhneppuhorni sem kallast „notched“ á ensku og kragi með tvíhneppuhorni sem kallast „peaked“. Þess má geta að þessi lýsandi íslensku heiti koma frá Sævari Karli Ólafssyni klæðskerameistara. Tvíhneppukragarnir standa meira út í loftið og eru meira áberandi og oft með einu hnappagati á boðungnum. Þeir þykja einnig fínni þar sem meira efni og saumaskapur fer í að búa þá til en hina kragana. Tvíhnepptu kragarnir voru algengastir lengi framan af enda hundrað ára hefð að baki þeim og það er eiginlega ekki hægt að búa til afslappaða stemmingu kringum tvíhneppta kragann, ólíkt þeim einhneppta sem er til dæmis hægt að nota með bindi ef ætlunin er að vera ekki alveg eins formlegur.Sean Connery einnig þekktur sem James Bond í sjalkragasmóking. Sjalkragarnir voru búnir til kringum 1970 í tilraun til að nútímavæða smókinginn og hinn eini sanni James Bond (Sean Connery) var alltaf í þessari kragagerð. Hvaða kragi er valinn fer eftir því hvaða ímynd hinn smókingklæddi vill varpa fram, einhneppti kraginn er öruggur við allar aðstæður á meðan sá tvíhneppti vekur meiri athygli og er hátíðlegri. Sjalkraginn þykir almennt klæða grannvaxna menn betur en þó er ekkert algilt í þeim efnum. En víkjum þá aftur sögunni að Obama. Smókingar hans voru sinn af hvorri hornskörpu gerðinni, annar einhneppu og hinn tvíhneppu. Hann klæddist þeim sitt á hvað en virðist þó hafa valið þá eftir tilefnum. Þannig klæddist hann smókingnum með tvíhneppukraganum þegar erlendir þjóðhöfðingjar sóttu hann heim en einhneppukraginn varð fyrir valinu þegar þau hjónin fóru í opinberar heimsóknir.Hér má sjá Barack Obama í tvíhneppuhyrnkraga smókingnum sínum á fjáröflunarviðburði. Michelle Obama er í kjól.vísir/gettyObama komst upp með það í átta ár að eiga tvo smókinga og vera í þeim til skiptis á meðan Michelle klæddist tugum ef ekki hundruðum kjóla með tilheyrandi fylgihlutum, skartgripum, hárgreiðslum og umtali. Það má því kannski segja að konur þurfi bara að vera duglegri að vera í smóking.Einhneppuhyrndur smókingkragi hentar við öll tilefni og er ekki eins krefjandi og sá tvíhneppuhyrndi.
Mest lesið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira