Raunhæfar hreinsunaraðgerðir erfiðar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Slökkviliðsmenn settu mengunarvarnabúnað í Grafarlæk Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök olíumengunar í Grafarlæk sem rennur í Grafarvog og spillir þar náttúru og setur fuglalíf í hættu. Þá er viðgerð á skólphreinsistöðinni við Faxaskjól lokið og fer skólp ekki lengur óhindrað í sjóinn. Enn hefur engin skýring fundið á olíumengun í Grafarlæk sem rennur í Grafarvoginn en eins og sjá mátti í dag var þónokkur olíubrák yfir læknum sem hefur smitað bakkana mikið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök mengunarinnar og hafa fengið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til þess að setja upp mengunarvarnabúnað. Olíumengunin er sjáanleg með fram norðurströndinni í fjörum Grafarvogs en svæðið er mikið útivistarsvæði og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að fólki stafi ekki hætta af menguninni en þó nokkur sjón- og lyktamengun er á staðnum. Olía hefur sest í gróður og getur hún smitast í fatnað sé fólk að fara um svæðið. Ein af útrásunum sem renna í Grafarlæk flytur vatn úr niðurföllum í austasta hluta Hálsa-hverfis og frá Grafarholti. Eins og sjá mátti í dag er þó nokkur olía í læknum. Vatnið sem rennur í lækinn er regnvatnsrás og þegar úrkoma er mikil eins og í gær og um helgina eykst flæði í gegnum rásina og skolast út af meiri hraða. Í báðum hverfum þaðan sem vatnið kemur eru iðnaðarfyrirtæki. „Það lítur ekki vel út því núna er heilmikil olía að skolast þarna niður, það er að segja olía sem er í rauninni á svæðinu að við teljum. Það var greinilega slæmt og stórt óhapp, sennilega rétt fyrir helgi,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Starfsmenn Veitna og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyna að rekja mengunina og biðla til almennings hafi það upplýsingar um hvaðan mengunin kemur að láta vita til að flýta fyrir rannsókn málsins. Áfram verður fylgst vel með svæðinu. „Ef að þetta var eitthvað eitt tilfelli sem er löngu yfirstaðið þá er mjög erfitt að finna það,“ segir Snorri.Er hægt að fara í raunhæfar aðgerðir við að hreinsa svæðið? „Það er snúið. Það mun sennilega að mestu leita þurfa að hreinsa sig sjálft sem að tekur tíma en með þessum aðgerðum í læknum erum við að stemma stigum við að það fari mikið meira en nú þegar hefur farið út í fjöru,“ segir Snorri. Tengdar fréttir Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30 Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45 Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. 16. júlí 2017 18:18 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök olíumengunar í Grafarlæk sem rennur í Grafarvog og spillir þar náttúru og setur fuglalíf í hættu. Þá er viðgerð á skólphreinsistöðinni við Faxaskjól lokið og fer skólp ekki lengur óhindrað í sjóinn. Enn hefur engin skýring fundið á olíumengun í Grafarlæk sem rennur í Grafarvoginn en eins og sjá mátti í dag var þónokkur olíubrák yfir læknum sem hefur smitað bakkana mikið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök mengunarinnar og hafa fengið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til þess að setja upp mengunarvarnabúnað. Olíumengunin er sjáanleg með fram norðurströndinni í fjörum Grafarvogs en svæðið er mikið útivistarsvæði og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að fólki stafi ekki hætta af menguninni en þó nokkur sjón- og lyktamengun er á staðnum. Olía hefur sest í gróður og getur hún smitast í fatnað sé fólk að fara um svæðið. Ein af útrásunum sem renna í Grafarlæk flytur vatn úr niðurföllum í austasta hluta Hálsa-hverfis og frá Grafarholti. Eins og sjá mátti í dag er þó nokkur olía í læknum. Vatnið sem rennur í lækinn er regnvatnsrás og þegar úrkoma er mikil eins og í gær og um helgina eykst flæði í gegnum rásina og skolast út af meiri hraða. Í báðum hverfum þaðan sem vatnið kemur eru iðnaðarfyrirtæki. „Það lítur ekki vel út því núna er heilmikil olía að skolast þarna niður, það er að segja olía sem er í rauninni á svæðinu að við teljum. Það var greinilega slæmt og stórt óhapp, sennilega rétt fyrir helgi,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Starfsmenn Veitna og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyna að rekja mengunina og biðla til almennings hafi það upplýsingar um hvaðan mengunin kemur að láta vita til að flýta fyrir rannsókn málsins. Áfram verður fylgst vel með svæðinu. „Ef að þetta var eitthvað eitt tilfelli sem er löngu yfirstaðið þá er mjög erfitt að finna það,“ segir Snorri.Er hægt að fara í raunhæfar aðgerðir við að hreinsa svæðið? „Það er snúið. Það mun sennilega að mestu leita þurfa að hreinsa sig sjálft sem að tekur tíma en með þessum aðgerðum í læknum erum við að stemma stigum við að það fari mikið meira en nú þegar hefur farið út í fjöru,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30 Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45 Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. 16. júlí 2017 18:18 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30
Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45
Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. 16. júlí 2017 18:18
Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent