Raunhæfar hreinsunaraðgerðir erfiðar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Slökkviliðsmenn settu mengunarvarnabúnað í Grafarlæk Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök olíumengunar í Grafarlæk sem rennur í Grafarvog og spillir þar náttúru og setur fuglalíf í hættu. Þá er viðgerð á skólphreinsistöðinni við Faxaskjól lokið og fer skólp ekki lengur óhindrað í sjóinn. Enn hefur engin skýring fundið á olíumengun í Grafarlæk sem rennur í Grafarvoginn en eins og sjá mátti í dag var þónokkur olíubrák yfir læknum sem hefur smitað bakkana mikið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök mengunarinnar og hafa fengið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til þess að setja upp mengunarvarnabúnað. Olíumengunin er sjáanleg með fram norðurströndinni í fjörum Grafarvogs en svæðið er mikið útivistarsvæði og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að fólki stafi ekki hætta af menguninni en þó nokkur sjón- og lyktamengun er á staðnum. Olía hefur sest í gróður og getur hún smitast í fatnað sé fólk að fara um svæðið. Ein af útrásunum sem renna í Grafarlæk flytur vatn úr niðurföllum í austasta hluta Hálsa-hverfis og frá Grafarholti. Eins og sjá mátti í dag er þó nokkur olía í læknum. Vatnið sem rennur í lækinn er regnvatnsrás og þegar úrkoma er mikil eins og í gær og um helgina eykst flæði í gegnum rásina og skolast út af meiri hraða. Í báðum hverfum þaðan sem vatnið kemur eru iðnaðarfyrirtæki. „Það lítur ekki vel út því núna er heilmikil olía að skolast þarna niður, það er að segja olía sem er í rauninni á svæðinu að við teljum. Það var greinilega slæmt og stórt óhapp, sennilega rétt fyrir helgi,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Starfsmenn Veitna og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyna að rekja mengunina og biðla til almennings hafi það upplýsingar um hvaðan mengunin kemur að láta vita til að flýta fyrir rannsókn málsins. Áfram verður fylgst vel með svæðinu. „Ef að þetta var eitthvað eitt tilfelli sem er löngu yfirstaðið þá er mjög erfitt að finna það,“ segir Snorri.Er hægt að fara í raunhæfar aðgerðir við að hreinsa svæðið? „Það er snúið. Það mun sennilega að mestu leita þurfa að hreinsa sig sjálft sem að tekur tíma en með þessum aðgerðum í læknum erum við að stemma stigum við að það fari mikið meira en nú þegar hefur farið út í fjöru,“ segir Snorri. Tengdar fréttir Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30 Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45 Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. 16. júlí 2017 18:18 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök olíumengunar í Grafarlæk sem rennur í Grafarvog og spillir þar náttúru og setur fuglalíf í hættu. Þá er viðgerð á skólphreinsistöðinni við Faxaskjól lokið og fer skólp ekki lengur óhindrað í sjóinn. Enn hefur engin skýring fundið á olíumengun í Grafarlæk sem rennur í Grafarvoginn en eins og sjá mátti í dag var þónokkur olíubrák yfir læknum sem hefur smitað bakkana mikið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur hörðum höndum að því að finna upptök mengunarinnar og hafa fengið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til þess að setja upp mengunarvarnabúnað. Olíumengunin er sjáanleg með fram norðurströndinni í fjörum Grafarvogs en svæðið er mikið útivistarsvæði og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að fólki stafi ekki hætta af menguninni en þó nokkur sjón- og lyktamengun er á staðnum. Olía hefur sest í gróður og getur hún smitast í fatnað sé fólk að fara um svæðið. Ein af útrásunum sem renna í Grafarlæk flytur vatn úr niðurföllum í austasta hluta Hálsa-hverfis og frá Grafarholti. Eins og sjá mátti í dag er þó nokkur olía í læknum. Vatnið sem rennur í lækinn er regnvatnsrás og þegar úrkoma er mikil eins og í gær og um helgina eykst flæði í gegnum rásina og skolast út af meiri hraða. Í báðum hverfum þaðan sem vatnið kemur eru iðnaðarfyrirtæki. „Það lítur ekki vel út því núna er heilmikil olía að skolast þarna niður, það er að segja olía sem er í rauninni á svæðinu að við teljum. Það var greinilega slæmt og stórt óhapp, sennilega rétt fyrir helgi,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Starfsmenn Veitna og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyna að rekja mengunina og biðla til almennings hafi það upplýsingar um hvaðan mengunin kemur að láta vita til að flýta fyrir rannsókn málsins. Áfram verður fylgst vel með svæðinu. „Ef að þetta var eitthvað eitt tilfelli sem er löngu yfirstaðið þá er mjög erfitt að finna það,“ segir Snorri.Er hægt að fara í raunhæfar aðgerðir við að hreinsa svæðið? „Það er snúið. Það mun sennilega að mestu leita þurfa að hreinsa sig sjálft sem að tekur tíma en með þessum aðgerðum í læknum erum við að stemma stigum við að það fari mikið meira en nú þegar hefur farið út í fjöru,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30 Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45 Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. 16. júlí 2017 18:18 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30
Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45
Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. 16. júlí 2017 18:18
Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44