Úrskurðarnefnd ógildir starfsleyfi til fiskeldis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. júní 2017 05:00 Stofnunin sé farin langt út fyrir sitt starfsvið með þessari ótrúlegu túlkun að fiskar sem séu veiddir og sleppt, teljist nú ekki veiddir lengur. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Lögmaður kærenda telur að niðurstaðan komi til með að hafa áhrif á fleiri starfsleyfi. Í október í fyrra veitti Umhverfisstofnun (UST) Háafelli starfsleyfi til ársframleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi. Hópur aðila, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, Landssamband veiðifélaga og landeigandi í nágrenninu, kærði leyfisveitinguna. Kærendur töldu meðal annars að UST hefði ekki uppfyllt málsmeðferðarákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Einnig töldu þeir að rökstuðningi og rannsókn UST væri ábótavant. Nefndin féllst á það og lét ekki þar við sitja heldur gerði fleiri athugasemdir við feril málsins. Sett var út á framkvæmd birtingar niðurstöðu stofnunarinnar í Stjórnartíðindum og að UST hefði ekki leitað umsagnar viðeigandi heilbrigðisnefndar við útgáfu leyfisins líkt og lög kveða á um. Þá þótti túlkun UST á því hvað teldist vera veiddur fiskur ekki samræmast lögum um lax- og silungsveiði. „Miðað við forsendur nefndarinnar er þetta tímamótaúrskurður í þessum sjókvíaeldismálum. Það eru gífurlega mörg atriði sem hún tínir til,“ segir Óttar Yngvason, einn lögmanna kærenda. Til að fyrirtæki geti rekið fiskeldi þurfa þau að fá starfsleyfi frá UST og rekstrarleyfi frá Matvælastofnun (MAST). Mikill vöxtur hefur verið í starfsgreininni að undanförnu en í fyrra var 15 þúsund tonnum af eldisfiski slátrað á Íslandi. Eldisfyrirtæki áætla að sú tala verði komin upp í 40 þúsund tonn árið 2020. Óttar segir að úrskurður nefndarinnar muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif í þessum málaflokki. Sem stendur eru rúmlega 20 þúsund tonn í starfsleyfisveitingarferli hjá UST. „Niðurstaðan tekur á þessum eldismálum hér með. Líkt og nefndin segir stendur ekki steinn yfir steini í meðferð UST, sem þó er hátíð samanborið við MAST. Vandaðir stjórnsýsluhættir tíðkast ekki hjá þessum stofnunum,“ segir Óttar. Frá Umhverfisstofnun fengust þau svör að hún þyrfti tíma til að lesa yfir úrskurðinn áður en hún myndi tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. 3. júní 2017 12:23 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Lögmaður kærenda telur að niðurstaðan komi til með að hafa áhrif á fleiri starfsleyfi. Í október í fyrra veitti Umhverfisstofnun (UST) Háafelli starfsleyfi til ársframleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi. Hópur aðila, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, Landssamband veiðifélaga og landeigandi í nágrenninu, kærði leyfisveitinguna. Kærendur töldu meðal annars að UST hefði ekki uppfyllt málsmeðferðarákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Einnig töldu þeir að rökstuðningi og rannsókn UST væri ábótavant. Nefndin féllst á það og lét ekki þar við sitja heldur gerði fleiri athugasemdir við feril málsins. Sett var út á framkvæmd birtingar niðurstöðu stofnunarinnar í Stjórnartíðindum og að UST hefði ekki leitað umsagnar viðeigandi heilbrigðisnefndar við útgáfu leyfisins líkt og lög kveða á um. Þá þótti túlkun UST á því hvað teldist vera veiddur fiskur ekki samræmast lögum um lax- og silungsveiði. „Miðað við forsendur nefndarinnar er þetta tímamótaúrskurður í þessum sjókvíaeldismálum. Það eru gífurlega mörg atriði sem hún tínir til,“ segir Óttar Yngvason, einn lögmanna kærenda. Til að fyrirtæki geti rekið fiskeldi þurfa þau að fá starfsleyfi frá UST og rekstrarleyfi frá Matvælastofnun (MAST). Mikill vöxtur hefur verið í starfsgreininni að undanförnu en í fyrra var 15 þúsund tonnum af eldisfiski slátrað á Íslandi. Eldisfyrirtæki áætla að sú tala verði komin upp í 40 þúsund tonn árið 2020. Óttar segir að úrskurður nefndarinnar muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif í þessum málaflokki. Sem stendur eru rúmlega 20 þúsund tonn í starfsleyfisveitingarferli hjá UST. „Niðurstaðan tekur á þessum eldismálum hér með. Líkt og nefndin segir stendur ekki steinn yfir steini í meðferð UST, sem þó er hátíð samanborið við MAST. Vandaðir stjórnsýsluhættir tíðkast ekki hjá þessum stofnunum,“ segir Óttar. Frá Umhverfisstofnun fengust þau svör að hún þyrfti tíma til að lesa yfir úrskurðinn áður en hún myndi tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. 3. júní 2017 12:23 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30
Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. 3. júní 2017 12:23
Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45