Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Vesturverk hyggst reisa 55 megavatta virkjun við Hvalá og tengja við rafmagnsnet Vestfjarða. vísir/stefán „Það eru engir almannahagsmunir eftir í þessari fyrirhuguðu framkvæmd og þess vegna er ekki boðlegt að fara fram með náttúrunni með þessum hætti,“ segir Elín Agla Briem, einn skipuleggjandi málþings um helgina um framtíð mála í Árneshreppi á Ströndum. Búist er við að fyrirferðarmesta umræðuefnið á málþinginu í Trékyllisvík verði áform einkafyrirtækisins Vesturverks sem gert hefur vatnsréttarsamninga við jarðeigendur í Ófeigsfirði vegna 55 megavatta virkjunar í Hvalá. Innan við fimmtíu íbúar eru skráðir í Árneshreppi, minnsta sveitarfélagi landsins. Elín Agla segir að íbúar hafi þungar áhyggjur af því að byggð leggist þar af innan fárra ára.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.vísir/stefán„Það eru einhverjir sem eru á móti og það ber meira á þeim heldur en hinum þögla meirihluta,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og hóteleigandi í Djúpuvík, um afstöðu íbúanna til virkjunarinnar. Elín Agla segir að þegar hún flutti í Árneshrepp árið 2007 hafi hún heyrt svo góð samfélagsleg rök fyrir Hvalárvirkjun að hún hafi þá verið áformunum algerlega samþykk. Hún hafi skipt um skoðun. „Þetta átti að bæta afhendingaröryggi á rafmagni á Vestfjörðum almennt, laga veginn til okkar, hingað myndi loks koma þriggja fasa rafmagn og hér yrðu til nokkur störf við virkjunina. Ekkert af þessu stendur lengur,“ fullyrðir Elín Agla sem er hafnarstjóri hreppsins og titlar sig þjóðmenningarbónda. Eva segir hins vegar að virkjuninni muni fylgja betra rafmagn og bættar samgöngur, meðal annars yfir Veiðileysuháls og síðan frá Eyrarhálsi og yfir í Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð. Það sé rangt hjá virkjunarandstæðingum að ekki verði bættar samgöngur og betra rafmagn. „Það eru notuð frekar léleg rök fyrir því að við ættum ekki að gera þetta.“Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri.vísir/stefánAð sögn Evu mun Vesturverk í sumar gera ýmsar rannsóknir í Ófeigsfirði. Síðan sé fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði og framkvæmdir gætu hafist strax á næsta ári. Þær myndu taka þrjú til fjögur ár og hafa mjög jákvæð áhrif á verslun og þjónustu á því tímabili. Miklar líkur séu á að þetta verði að veruleika. „Ég lít líka á þetta sem ágætis tekjumöguleika fyrir sveitina,“ segir Eva. Virkjunin muni skila Árneshreppi um 30 milljónum króna í fasteignagjöld árlega. Það muni um minna í sveitarfélagi þar sem núverandi heildartekjur séu 60 milljónir, jafnvel þó að um 15 milljóna króna framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga falli þá brott. Eftir stendur því að tekjurnar vaxa um 25 prósent, fara úr 60 milljónum í 75 milljónir. „Ég lít á þessa peninga sem stórkostlegt tækifæri til að gera eitthvað fyrir íbúana hérna. Til að bæta aðstöðu gamla fólksins sem hefur þurft að flytja unnvörpum burt þegar það er gamalt því við höfum ekki haft efni á að gera neitt fyrir það,“ segir Eva. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, hefur gagnrýnt Hvalárvirkjun opinberlega, meðal annars í tveimur greinum á Kjarnanum í fyrrahaust. Sagði Snorri nær að stofna þjóðgarð á svæðinu og skoraði á heimamenn að hafna áformunum. „Langtímaávinningur samfélagsins á Ströndum af þjóðgarði og þeirri atvinnuuppbyggingu sem gæti orðið í kring um hann á næstu áratugum yrði margfaldur á við virkjun,“ skrifaði Snorri á sínum tíma. Eva oddviti kveðst undrandi á því að Landvernd hafi afskipti af málinu. „Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að vatnsaflsstöðvar eru vistvænar. Ég bara skil ekki hvað Landvernd er að gera með því að setjast á svona lítið sveitarfélag og hindra framfarir í því,“ segir hún. Að sögn Elínar Öglu bindur hún vonir við að málþingið varpi betra ljósi á áhrif Hvalárvirkjunar heldur en hingað til hefur verið gert. Á heimsvísu sé reynt að sporna við ágangi á náttúruna, sérstaklega þegar einkaaðilar eigi í hlut. „Þarna er verið að skerða ósnortin víðerni og samkvæmt náttúrverndarlögum þarf að rökstyðja að það sé til almannahagsmuna,“ segir Elín Agla Briem. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
„Það eru engir almannahagsmunir eftir í þessari fyrirhuguðu framkvæmd og þess vegna er ekki boðlegt að fara fram með náttúrunni með þessum hætti,“ segir Elín Agla Briem, einn skipuleggjandi málþings um helgina um framtíð mála í Árneshreppi á Ströndum. Búist er við að fyrirferðarmesta umræðuefnið á málþinginu í Trékyllisvík verði áform einkafyrirtækisins Vesturverks sem gert hefur vatnsréttarsamninga við jarðeigendur í Ófeigsfirði vegna 55 megavatta virkjunar í Hvalá. Innan við fimmtíu íbúar eru skráðir í Árneshreppi, minnsta sveitarfélagi landsins. Elín Agla segir að íbúar hafi þungar áhyggjur af því að byggð leggist þar af innan fárra ára.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.vísir/stefán„Það eru einhverjir sem eru á móti og það ber meira á þeim heldur en hinum þögla meirihluta,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og hóteleigandi í Djúpuvík, um afstöðu íbúanna til virkjunarinnar. Elín Agla segir að þegar hún flutti í Árneshrepp árið 2007 hafi hún heyrt svo góð samfélagsleg rök fyrir Hvalárvirkjun að hún hafi þá verið áformunum algerlega samþykk. Hún hafi skipt um skoðun. „Þetta átti að bæta afhendingaröryggi á rafmagni á Vestfjörðum almennt, laga veginn til okkar, hingað myndi loks koma þriggja fasa rafmagn og hér yrðu til nokkur störf við virkjunina. Ekkert af þessu stendur lengur,“ fullyrðir Elín Agla sem er hafnarstjóri hreppsins og titlar sig þjóðmenningarbónda. Eva segir hins vegar að virkjuninni muni fylgja betra rafmagn og bættar samgöngur, meðal annars yfir Veiðileysuháls og síðan frá Eyrarhálsi og yfir í Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð. Það sé rangt hjá virkjunarandstæðingum að ekki verði bættar samgöngur og betra rafmagn. „Það eru notuð frekar léleg rök fyrir því að við ættum ekki að gera þetta.“Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri.vísir/stefánAð sögn Evu mun Vesturverk í sumar gera ýmsar rannsóknir í Ófeigsfirði. Síðan sé fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði og framkvæmdir gætu hafist strax á næsta ári. Þær myndu taka þrjú til fjögur ár og hafa mjög jákvæð áhrif á verslun og þjónustu á því tímabili. Miklar líkur séu á að þetta verði að veruleika. „Ég lít líka á þetta sem ágætis tekjumöguleika fyrir sveitina,“ segir Eva. Virkjunin muni skila Árneshreppi um 30 milljónum króna í fasteignagjöld árlega. Það muni um minna í sveitarfélagi þar sem núverandi heildartekjur séu 60 milljónir, jafnvel þó að um 15 milljóna króna framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga falli þá brott. Eftir stendur því að tekjurnar vaxa um 25 prósent, fara úr 60 milljónum í 75 milljónir. „Ég lít á þessa peninga sem stórkostlegt tækifæri til að gera eitthvað fyrir íbúana hérna. Til að bæta aðstöðu gamla fólksins sem hefur þurft að flytja unnvörpum burt þegar það er gamalt því við höfum ekki haft efni á að gera neitt fyrir það,“ segir Eva. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, hefur gagnrýnt Hvalárvirkjun opinberlega, meðal annars í tveimur greinum á Kjarnanum í fyrrahaust. Sagði Snorri nær að stofna þjóðgarð á svæðinu og skoraði á heimamenn að hafna áformunum. „Langtímaávinningur samfélagsins á Ströndum af þjóðgarði og þeirri atvinnuuppbyggingu sem gæti orðið í kring um hann á næstu áratugum yrði margfaldur á við virkjun,“ skrifaði Snorri á sínum tíma. Eva oddviti kveðst undrandi á því að Landvernd hafi afskipti af málinu. „Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að vatnsaflsstöðvar eru vistvænar. Ég bara skil ekki hvað Landvernd er að gera með því að setjast á svona lítið sveitarfélag og hindra framfarir í því,“ segir hún. Að sögn Elínar Öglu bindur hún vonir við að málþingið varpi betra ljósi á áhrif Hvalárvirkjunar heldur en hingað til hefur verið gert. Á heimsvísu sé reynt að sporna við ágangi á náttúruna, sérstaklega þegar einkaaðilar eigi í hlut. „Þarna er verið að skerða ósnortin víðerni og samkvæmt náttúrverndarlögum þarf að rökstyðja að það sé til almannahagsmuna,“ segir Elín Agla Briem.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira