Átröskunarsjúklingar leita meðferðar í útlöndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2017 19:15 Yfir hundrað konur leita til átröskunarteymisins árlega og margar fara til útlanda í sólarhringsmeðferð NORDICPHOTOS/AFP Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á ári hverju. Þar er boðið upp á meðferð á dagvinnutíma á virkum dögum, en lokað er um helgar og á frídögum og skert þjónusta á sumrin. Engin sólarhringsþjónusta er í boði fyrir átröskunarsjúklinga. „Sem er ekki nógu gott því stór hluti okkar skjólstæðinga þyrfti það úrræði. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við eina landið sem býður ekki upp á þetta úrræði," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, ráðgjafi í átröskunarteyminu. Þórunn Sif Ólafsdóttir var veik af átröskun frá tíu ára aldri og leitaði aðstoðar þegar hún var orðin þrítug, þá orðin mjög veik. Hún á fjölskyldu, býr úti á landi og keyrði á virkum dögum í bæinn til að sækja meðferð á Hvítabandi í sjö vikur. Hún er þakklát fyrir meðferðina en það tók oft á að fara heim eftir tilfinningaþrunginn dag. „Því sjúkdómurinn heldur áfram. Hann er ekki farinn heima, hann er þar líka en þar er enginn sem hjálpar. Þú þarft að borða kvöldmat, eftir að hafa verið í máltíðarstuðning allan daginn. Það eru fullt af áskorunum og erfitt að vera ekki með hjálpina í kringum sig í þeim aðstæðum," segir Þórunn. Elísabeth tekur undir að það sé ekki nóg að fá stuðning hluta af degi. „Það er ekki eins og átröskunin hætti bara þegar dagvinnutíma er lokið." Margir sem eru í sömu stöðu og Þórunn hafa leitað erlendis og farið í sólarhringsmeðferð þar. „Það hefur í för með sér kostnað, og meðferðin fer fram á öðru tungumáli og viðkomandi fer frá sínu stuðningsneti og fjölskhyldu í langan tíma," segir Elísabeth og bendir á að stuðningsnetið sé mjög mikilvægt á meðan meðferð stendur. „Og það er bara ekki nógu gott að fara svona einn út, því það er ekki í boði að gera þetta hér. Þetta er bara fráleitt ef maður hugsar út i það." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á ári hverju. Þar er boðið upp á meðferð á dagvinnutíma á virkum dögum, en lokað er um helgar og á frídögum og skert þjónusta á sumrin. Engin sólarhringsþjónusta er í boði fyrir átröskunarsjúklinga. „Sem er ekki nógu gott því stór hluti okkar skjólstæðinga þyrfti það úrræði. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við eina landið sem býður ekki upp á þetta úrræði," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, ráðgjafi í átröskunarteyminu. Þórunn Sif Ólafsdóttir var veik af átröskun frá tíu ára aldri og leitaði aðstoðar þegar hún var orðin þrítug, þá orðin mjög veik. Hún á fjölskyldu, býr úti á landi og keyrði á virkum dögum í bæinn til að sækja meðferð á Hvítabandi í sjö vikur. Hún er þakklát fyrir meðferðina en það tók oft á að fara heim eftir tilfinningaþrunginn dag. „Því sjúkdómurinn heldur áfram. Hann er ekki farinn heima, hann er þar líka en þar er enginn sem hjálpar. Þú þarft að borða kvöldmat, eftir að hafa verið í máltíðarstuðning allan daginn. Það eru fullt af áskorunum og erfitt að vera ekki með hjálpina í kringum sig í þeim aðstæðum," segir Þórunn. Elísabeth tekur undir að það sé ekki nóg að fá stuðning hluta af degi. „Það er ekki eins og átröskunin hætti bara þegar dagvinnutíma er lokið." Margir sem eru í sömu stöðu og Þórunn hafa leitað erlendis og farið í sólarhringsmeðferð þar. „Það hefur í för með sér kostnað, og meðferðin fer fram á öðru tungumáli og viðkomandi fer frá sínu stuðningsneti og fjölskhyldu í langan tíma," segir Elísabeth og bendir á að stuðningsnetið sé mjög mikilvægt á meðan meðferð stendur. „Og það er bara ekki nógu gott að fara svona einn út, því það er ekki í boði að gera þetta hér. Þetta er bara fráleitt ef maður hugsar út i það."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira