Átröskunarsjúklingar leita meðferðar í útlöndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2017 19:15 Yfir hundrað konur leita til átröskunarteymisins árlega og margar fara til útlanda í sólarhringsmeðferð NORDICPHOTOS/AFP Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á ári hverju. Þar er boðið upp á meðferð á dagvinnutíma á virkum dögum, en lokað er um helgar og á frídögum og skert þjónusta á sumrin. Engin sólarhringsþjónusta er í boði fyrir átröskunarsjúklinga. „Sem er ekki nógu gott því stór hluti okkar skjólstæðinga þyrfti það úrræði. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við eina landið sem býður ekki upp á þetta úrræði," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, ráðgjafi í átröskunarteyminu. Þórunn Sif Ólafsdóttir var veik af átröskun frá tíu ára aldri og leitaði aðstoðar þegar hún var orðin þrítug, þá orðin mjög veik. Hún á fjölskyldu, býr úti á landi og keyrði á virkum dögum í bæinn til að sækja meðferð á Hvítabandi í sjö vikur. Hún er þakklát fyrir meðferðina en það tók oft á að fara heim eftir tilfinningaþrunginn dag. „Því sjúkdómurinn heldur áfram. Hann er ekki farinn heima, hann er þar líka en þar er enginn sem hjálpar. Þú þarft að borða kvöldmat, eftir að hafa verið í máltíðarstuðning allan daginn. Það eru fullt af áskorunum og erfitt að vera ekki með hjálpina í kringum sig í þeim aðstæðum," segir Þórunn. Elísabeth tekur undir að það sé ekki nóg að fá stuðning hluta af degi. „Það er ekki eins og átröskunin hætti bara þegar dagvinnutíma er lokið." Margir sem eru í sömu stöðu og Þórunn hafa leitað erlendis og farið í sólarhringsmeðferð þar. „Það hefur í för með sér kostnað, og meðferðin fer fram á öðru tungumáli og viðkomandi fer frá sínu stuðningsneti og fjölskhyldu í langan tíma," segir Elísabeth og bendir á að stuðningsnetið sé mjög mikilvægt á meðan meðferð stendur. „Og það er bara ekki nógu gott að fara svona einn út, því það er ekki í boði að gera þetta hér. Þetta er bara fráleitt ef maður hugsar út i það." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á ári hverju. Þar er boðið upp á meðferð á dagvinnutíma á virkum dögum, en lokað er um helgar og á frídögum og skert þjónusta á sumrin. Engin sólarhringsþjónusta er í boði fyrir átröskunarsjúklinga. „Sem er ekki nógu gott því stór hluti okkar skjólstæðinga þyrfti það úrræði. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við eina landið sem býður ekki upp á þetta úrræði," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, ráðgjafi í átröskunarteyminu. Þórunn Sif Ólafsdóttir var veik af átröskun frá tíu ára aldri og leitaði aðstoðar þegar hún var orðin þrítug, þá orðin mjög veik. Hún á fjölskyldu, býr úti á landi og keyrði á virkum dögum í bæinn til að sækja meðferð á Hvítabandi í sjö vikur. Hún er þakklát fyrir meðferðina en það tók oft á að fara heim eftir tilfinningaþrunginn dag. „Því sjúkdómurinn heldur áfram. Hann er ekki farinn heima, hann er þar líka en þar er enginn sem hjálpar. Þú þarft að borða kvöldmat, eftir að hafa verið í máltíðarstuðning allan daginn. Það eru fullt af áskorunum og erfitt að vera ekki með hjálpina í kringum sig í þeim aðstæðum," segir Þórunn. Elísabeth tekur undir að það sé ekki nóg að fá stuðning hluta af degi. „Það er ekki eins og átröskunin hætti bara þegar dagvinnutíma er lokið." Margir sem eru í sömu stöðu og Þórunn hafa leitað erlendis og farið í sólarhringsmeðferð þar. „Það hefur í för með sér kostnað, og meðferðin fer fram á öðru tungumáli og viðkomandi fer frá sínu stuðningsneti og fjölskhyldu í langan tíma," segir Elísabeth og bendir á að stuðningsnetið sé mjög mikilvægt á meðan meðferð stendur. „Og það er bara ekki nógu gott að fara svona einn út, því það er ekki í boði að gera þetta hér. Þetta er bara fráleitt ef maður hugsar út i það."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira