Vara við sjúkdómsvaldandi örverum í „sous vide“-eldun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 14:13 Sous vide-eldun nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir ef eitthvað er að marka virkni Facebook-hópsins Sous vide á Íslandi. Vísir/getty Svokölluð „sous vide“-eldunaraðferð nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Matvælastofnun hefur birt ráðleggingar um öryggi neytenda sem leggja stund á sous vide-eldamennsku en ýmsar hættur geta skapast við matseldina. Í frétt Matvælastofnunar kemur fram að sous vide sé eldunaraðferð þar sem matvæli eru elduð við lágt hitastig í lofttæmdum, innsigluðum poka. Pokinn er að því búnu settur í vatnsbað eða gufu við hitastig frá 42°C upp í 70°C, venjulega í 1-7 klukkustundir en stundum í allt að 48 klukkustundir. Markmiðið með aðferðinni er að ná jafnri hitun á matvælunum, oftast nær kjötmeti, og tryggja að innsti hlutinn sé vel eldaður án þess þó að ofelda yfirborðið og viðhalda rakastigi. Matvælastofnun segir vert að hafa í huga að gæta þurfi fyllsta öryggis við undirbúning, eldun, kælingu og upphitun matvæla. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sjúkdómsvaldandi örverur geta lifað matseldina af. Kjörhiti margra matarsýkjandi baktería er á bilinu 5-60°C en þær geta því lifað af og fjölgað sér við sous vide-eldun. Þá geta örverur einnig vaxið við súrefnissnauðar aðstæður sem skapast í lofttæmdum umbúðum, til að mynda pokum til sous vide-eldunar. Matvælastofnun tekur einnig fram að sum matvæli henta ekki fyrir sous vide-eldun, til að mynda heilir fuglar og hakkað kjöt. Þá ber einnig að hafa í huga að mikilvægt er nota eldunaraðferðir sem duga til að drepa hugsanlegar skaðlegar bakteríur, þ.e. gerilsneyðingu. Gerilsneyðing fæst t.d. með því að ná 70°C í 2 mínútur í miðju matvæla. Matvælastofnun mælir einnig með að nota plastpoka sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir matvæli og eru sérstaklega hannaðir fyrir sous vide-matseld eða poka sem þola suðu. Sous vide nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir en þeir sem áhugasamir eru um aðferðina geta leitað ráða í Facebook-hópnum Sous vide á Íslandi.Hér að neðan má svo sjá glefsur úr umræðum um sous vide-eldamennsku á Twitter-síðum Íslendinga.Nú bíðum við... pic.twitter.com/t7CvRr6yXa— Petur Jonsson (@senordonpedro) October 22, 2016Var að borða svona sous vide lamb. Helvítis flottheit á miðvikudegi. Fæ ég inngöngu í félagið núna @Traustisig og @senordonpedro?— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 14, 2016 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Svokölluð „sous vide“-eldunaraðferð nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Matvælastofnun hefur birt ráðleggingar um öryggi neytenda sem leggja stund á sous vide-eldamennsku en ýmsar hættur geta skapast við matseldina. Í frétt Matvælastofnunar kemur fram að sous vide sé eldunaraðferð þar sem matvæli eru elduð við lágt hitastig í lofttæmdum, innsigluðum poka. Pokinn er að því búnu settur í vatnsbað eða gufu við hitastig frá 42°C upp í 70°C, venjulega í 1-7 klukkustundir en stundum í allt að 48 klukkustundir. Markmiðið með aðferðinni er að ná jafnri hitun á matvælunum, oftast nær kjötmeti, og tryggja að innsti hlutinn sé vel eldaður án þess þó að ofelda yfirborðið og viðhalda rakastigi. Matvælastofnun segir vert að hafa í huga að gæta þurfi fyllsta öryggis við undirbúning, eldun, kælingu og upphitun matvæla. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sjúkdómsvaldandi örverur geta lifað matseldina af. Kjörhiti margra matarsýkjandi baktería er á bilinu 5-60°C en þær geta því lifað af og fjölgað sér við sous vide-eldun. Þá geta örverur einnig vaxið við súrefnissnauðar aðstæður sem skapast í lofttæmdum umbúðum, til að mynda pokum til sous vide-eldunar. Matvælastofnun tekur einnig fram að sum matvæli henta ekki fyrir sous vide-eldun, til að mynda heilir fuglar og hakkað kjöt. Þá ber einnig að hafa í huga að mikilvægt er nota eldunaraðferðir sem duga til að drepa hugsanlegar skaðlegar bakteríur, þ.e. gerilsneyðingu. Gerilsneyðing fæst t.d. með því að ná 70°C í 2 mínútur í miðju matvæla. Matvælastofnun mælir einnig með að nota plastpoka sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir matvæli og eru sérstaklega hannaðir fyrir sous vide-matseld eða poka sem þola suðu. Sous vide nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir en þeir sem áhugasamir eru um aðferðina geta leitað ráða í Facebook-hópnum Sous vide á Íslandi.Hér að neðan má svo sjá glefsur úr umræðum um sous vide-eldamennsku á Twitter-síðum Íslendinga.Nú bíðum við... pic.twitter.com/t7CvRr6yXa— Petur Jonsson (@senordonpedro) October 22, 2016Var að borða svona sous vide lamb. Helvítis flottheit á miðvikudegi. Fæ ég inngöngu í félagið núna @Traustisig og @senordonpedro?— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 14, 2016
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira