Fólk sem varð fyrir tjóni á Austurlandi hvatt til að hafa samband Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2017 18:45 Tjón sem varð í aur- og vatnsflóðunum á Austurlandi á föstudagskvöld hleypur á tugum milljónum. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands fóru austur í dag til að meta tjón á fasteignum en búist er við að heildarmati verði lokið á næstu tveimur til þremur vikum. Skemmdirnar eftir útkomuna sem olli aur- og vatnsflóðum á Austurlandi á föstudagskvöld eru óðum að koma í ljós. Flóðin féllu á Eskifirði og Seyðisfirði og varð tjón á um fjörutíu stöðum á svæðinu, þó mest á Seyðisfirði. „Við erum búnir að vera fylgjast með ástandinu síðan á föstudagskvöldið þegar atburðirnir hófust og nú er svona farið að róast yfir svæðinu og við erum búnir að koma hér í morgun til þess að kynna okkur betur aðstæður,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands. Jón Örvar segir útlitið ekki hafa verið gott á föstudagskvöld þegar aur- og vatnsflóðin fóru af stað. „Okkur leist satt best að segja ekki mjög vel á stöðuna. Það var gríðarleg úrkoma og geysilegir vatnavextir í öllum ám og lækjum og það er eiginlega eins og við séum komin á annan stað núna miðað við það sem þá var,“ segir Jón Örvar. Fulltrúar Viðlagatryggingar hafa þegar hafið störf á svæðinu og munu meta tjón á fasteignum og vátryggðu lausafé á að minnsta kosti helmingi þeirra staða þar sem tjón varð. Jón Örvar segir að matið muni ganga hratt fyrir sig og muni ljúka í þessari viku. „Okkur vantar reyndar enn þá einhverjar tilkynningar til okkar frá fólki sem hefur orðið fyrir tjóni og viljum hvetja þá til þess að tilkynna tjónið á vidlagatrygging.is. Jón Örvar segir erfitt að meta tjónið á svæðinu en þó mun það hlaupa á tugum milljóna en að það muni skýrast betur á næstu tveimur til þremur vikum. „Viðlagatrygging vátryggir allar fasteignir á Íslandi og þeir sem hafa lausafé sitt eða innbú brunatryggt hjá vátryggingafélögunum, þeir eru einnig vátryggðir fyrir vatnsflóðum og aurflóðum,“ segir Jón Örvar. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Tjón sem varð í aur- og vatnsflóðunum á Austurlandi á föstudagskvöld hleypur á tugum milljónum. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands fóru austur í dag til að meta tjón á fasteignum en búist er við að heildarmati verði lokið á næstu tveimur til þremur vikum. Skemmdirnar eftir útkomuna sem olli aur- og vatnsflóðum á Austurlandi á föstudagskvöld eru óðum að koma í ljós. Flóðin féllu á Eskifirði og Seyðisfirði og varð tjón á um fjörutíu stöðum á svæðinu, þó mest á Seyðisfirði. „Við erum búnir að vera fylgjast með ástandinu síðan á föstudagskvöldið þegar atburðirnir hófust og nú er svona farið að róast yfir svæðinu og við erum búnir að koma hér í morgun til þess að kynna okkur betur aðstæður,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands. Jón Örvar segir útlitið ekki hafa verið gott á föstudagskvöld þegar aur- og vatnsflóðin fóru af stað. „Okkur leist satt best að segja ekki mjög vel á stöðuna. Það var gríðarleg úrkoma og geysilegir vatnavextir í öllum ám og lækjum og það er eiginlega eins og við séum komin á annan stað núna miðað við það sem þá var,“ segir Jón Örvar. Fulltrúar Viðlagatryggingar hafa þegar hafið störf á svæðinu og munu meta tjón á fasteignum og vátryggðu lausafé á að minnsta kosti helmingi þeirra staða þar sem tjón varð. Jón Örvar segir að matið muni ganga hratt fyrir sig og muni ljúka í þessari viku. „Okkur vantar reyndar enn þá einhverjar tilkynningar til okkar frá fólki sem hefur orðið fyrir tjóni og viljum hvetja þá til þess að tilkynna tjónið á vidlagatrygging.is. Jón Örvar segir erfitt að meta tjónið á svæðinu en þó mun það hlaupa á tugum milljóna en að það muni skýrast betur á næstu tveimur til þremur vikum. „Viðlagatrygging vátryggir allar fasteignir á Íslandi og þeir sem hafa lausafé sitt eða innbú brunatryggt hjá vátryggingafélögunum, þeir eru einnig vátryggðir fyrir vatnsflóðum og aurflóðum,“ segir Jón Örvar.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30