Íslenska viðskiptaelítan býr í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2017 19:00 Vísbendingar eru um að elítur séu til staðar í íslensku samfélagi og ennfremur að þær séu styrkjast og ójöfnuður að aukast. Þetta eru niðurstöður rannsóknar fjögurra íslenskra fræðimanna. Einsleitni í búsetu, mæld í póstnúmerum, er sterk en fulltrúar elítunnar búa einkum í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Engin einhlít skilgreining er til á hugtakinu elíta (e. elite). Hinn almenni skilningur er að elíta sé hópur sem hefur einhvers konar aðgang að valdi eða yfirráðum umfram hinn almenna borgara. Í dag birtist greinin Elítur á Íslandi – einsleitni og innbyrðis tengsl í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla en höfundar eru fjórir íslenskir fræðimenn við Háskóla Íslands. Markmið greinarinnar var að greina viðskipta og atvinnulífselítuna á Íslandi árin 2014 og 2015 út frá tengslum hennar við aðrar elítur sem og innbyrðis tengslum. Í útdrætti segir: „Niðurstöðurnar benda til þess að íslenska þjóðfélagið sé lagskipt og að tiltekin gjá sé á milli elítunnar og almennings.“Magnús Þór Torfason lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og einn höfunda greinarinnar.Vísir/ÞÞ„Þessi svokallaða atvinnulífselíta býr á ákveðnum stöðu á landinu og svo sjáum við vísbendingar um að staðbundin félagshegðun, það sem fólk gerir í sínu nærumhverfi, hafi áhrif á hverjir veljast inn í þessa elítu,“ segir Magnús Þór Torfason lektor við viðskiptafræðideild HÍ og einn greinarhöfunda. Staðbundna félagshegðunin sem Magnús vísar til er þátttaka í íþróttastarfi og stjórnmálum. „Þátttaka viðskipta- og atvinnulífselítunnar í stjórnmála- og íþróttastarfi er ekki síður áhugaverð, þar sem einsleitni í búsetu er meiri hjá þeim sem tilheyra elítunni en eru að auki virkir í slíku starfi,“ segir í greininni. Búsetumynstur var skoðað fyrir framkvæmdastjórnir stærstu fyrirtækja á Íslandi. Tvö póstnúmer, 210 Garðabær og 170 Seltjarnarnes, skera sig greinilega frá öðrum póstnúmeruum en í þessum póstnúmerum búa 2,5 sinnum fleiri einstaklingar í viðskipta og atvinnulífselítunni en vænta hefði mátt út frá íbúafjölda. Í greininni segir: „Einsleitnin í vali á búsetu viðskipta- og atvinnulífselítunnar endurspeglar þannig tiltekinn tekjuójöfnuð í samfélaginu, jafnvel einnig sameiginlegt gildismat á því hvar sé æskilegt að búa, og gefur þannig til kynna að elítan sé ekki endilega þverskurður af íslensku þjóðinni.“ Magnús segir að aukin búsetueinsleitni dragi úr jöfnum tækifærum og félagslegum hreyfanleika. „Eftir því sem búsetueinsleitni er minni þeim mun meiri tækifæri hefur fólk til að fara á milli staða, flokka eða laga samfélagsins.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vísbendingar eru um að elítur séu til staðar í íslensku samfélagi og ennfremur að þær séu styrkjast og ójöfnuður að aukast. Þetta eru niðurstöður rannsóknar fjögurra íslenskra fræðimanna. Einsleitni í búsetu, mæld í póstnúmerum, er sterk en fulltrúar elítunnar búa einkum í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Engin einhlít skilgreining er til á hugtakinu elíta (e. elite). Hinn almenni skilningur er að elíta sé hópur sem hefur einhvers konar aðgang að valdi eða yfirráðum umfram hinn almenna borgara. Í dag birtist greinin Elítur á Íslandi – einsleitni og innbyrðis tengsl í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla en höfundar eru fjórir íslenskir fræðimenn við Háskóla Íslands. Markmið greinarinnar var að greina viðskipta og atvinnulífselítuna á Íslandi árin 2014 og 2015 út frá tengslum hennar við aðrar elítur sem og innbyrðis tengslum. Í útdrætti segir: „Niðurstöðurnar benda til þess að íslenska þjóðfélagið sé lagskipt og að tiltekin gjá sé á milli elítunnar og almennings.“Magnús Þór Torfason lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og einn höfunda greinarinnar.Vísir/ÞÞ„Þessi svokallaða atvinnulífselíta býr á ákveðnum stöðu á landinu og svo sjáum við vísbendingar um að staðbundin félagshegðun, það sem fólk gerir í sínu nærumhverfi, hafi áhrif á hverjir veljast inn í þessa elítu,“ segir Magnús Þór Torfason lektor við viðskiptafræðideild HÍ og einn greinarhöfunda. Staðbundna félagshegðunin sem Magnús vísar til er þátttaka í íþróttastarfi og stjórnmálum. „Þátttaka viðskipta- og atvinnulífselítunnar í stjórnmála- og íþróttastarfi er ekki síður áhugaverð, þar sem einsleitni í búsetu er meiri hjá þeim sem tilheyra elítunni en eru að auki virkir í slíku starfi,“ segir í greininni. Búsetumynstur var skoðað fyrir framkvæmdastjórnir stærstu fyrirtækja á Íslandi. Tvö póstnúmer, 210 Garðabær og 170 Seltjarnarnes, skera sig greinilega frá öðrum póstnúmeruum en í þessum póstnúmerum búa 2,5 sinnum fleiri einstaklingar í viðskipta og atvinnulífselítunni en vænta hefði mátt út frá íbúafjölda. Í greininni segir: „Einsleitnin í vali á búsetu viðskipta- og atvinnulífselítunnar endurspeglar þannig tiltekinn tekjuójöfnuð í samfélaginu, jafnvel einnig sameiginlegt gildismat á því hvar sé æskilegt að búa, og gefur þannig til kynna að elítan sé ekki endilega þverskurður af íslensku þjóðinni.“ Magnús segir að aukin búsetueinsleitni dragi úr jöfnum tækifærum og félagslegum hreyfanleika. „Eftir því sem búsetueinsleitni er minni þeim mun meiri tækifæri hefur fólk til að fara á milli staða, flokka eða laga samfélagsins.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira