Rörasprengjan hefði getað kostað mannslíf Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2017 16:52 Lögregla sprengdi rörasprengjuna eftir að hún fannst í strætóskýli við Hlíðarveg í Kópavogi í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að almenningur hafi í huga þá miklu hættu sem stafast getur af rörasprengjum. Ein slík fannst í strætóskýli í Kópavogi í gær en í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að sprengjan hefði getað kostað mannslíf. Um sjöleytið í gærkvöldi kallaði ungur maður eftir aðstoð lögreglu vegna þess að hann fann sprengju í strætóskýli við Hlíðarveg í Kópavogi. Sprengjan reyndist rörasprengja. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var út nú rétt fyrir 17 segir að lögreglan ítreki varnarorð sín vegna þeirra hættu sem stafar af rörasprengjum. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ítreka varnaðarorð sín frá í gærkvöld um þá miklu hættu sem stafar af rörasprengjum, en tilefnið var að ein slík fannst í strætóskýli á Hlíðarvegi í Kópavogi. Rörasprengjur hafa komið við sögu hjá lögreglu annað slagið í gegnum árin og sjálfsagt verður aldrei nógu oft sagt hversu hættulegar þær eru. Rörasprengjan, sem fannst í gær, hefði getað kostað mannslíf. Þess vegna á fólk alltaf að hafa strax samband við lögreglu ef það finnur rörasprengju og alls ekki að hreyfa við henni.“ Sprengjan sem fannst í strætóskýlinu í gær var flutt á brott af sprengjusveit lögreglu. Lögregla segir augljóst að ef einhver hefði staðið við hlið hennar þegar hún sprakk hefðu afleiðingarnar orðið alvarlegar. „Rörasprengjan sem fannst í Kópavogi var flutt á öruggt svæði þar sem henni var eytt. Líkt og sjá má á annarri myndinni, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt, er augljóst að ef einhver hefði staðið við hlið sprengjunnar er hún sprakk, væri hinn sami jafnvel ekki til frásagnar um það. Á myndinni má enn fremur sjá hvernig málmagnir þeytast í allar áttir og þeir sem standa jafnvel einhverja tugi metra í burtu væru í mjög mikilli hættu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Tengdar fréttir Sprengja fannst í strætóskýli Rörasprengja fannst í strætóskýlí í Kópavogi í kvöld. Sprengjusveit kom á svæðið og lokaði götunni til að fjarlægja sprengjuna af vettvangi. Engan sakaði. 28. júní 2017 21:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að almenningur hafi í huga þá miklu hættu sem stafast getur af rörasprengjum. Ein slík fannst í strætóskýli í Kópavogi í gær en í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að sprengjan hefði getað kostað mannslíf. Um sjöleytið í gærkvöldi kallaði ungur maður eftir aðstoð lögreglu vegna þess að hann fann sprengju í strætóskýli við Hlíðarveg í Kópavogi. Sprengjan reyndist rörasprengja. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var út nú rétt fyrir 17 segir að lögreglan ítreki varnarorð sín vegna þeirra hættu sem stafar af rörasprengjum. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ítreka varnaðarorð sín frá í gærkvöld um þá miklu hættu sem stafar af rörasprengjum, en tilefnið var að ein slík fannst í strætóskýli á Hlíðarvegi í Kópavogi. Rörasprengjur hafa komið við sögu hjá lögreglu annað slagið í gegnum árin og sjálfsagt verður aldrei nógu oft sagt hversu hættulegar þær eru. Rörasprengjan, sem fannst í gær, hefði getað kostað mannslíf. Þess vegna á fólk alltaf að hafa strax samband við lögreglu ef það finnur rörasprengju og alls ekki að hreyfa við henni.“ Sprengjan sem fannst í strætóskýlinu í gær var flutt á brott af sprengjusveit lögreglu. Lögregla segir augljóst að ef einhver hefði staðið við hlið hennar þegar hún sprakk hefðu afleiðingarnar orðið alvarlegar. „Rörasprengjan sem fannst í Kópavogi var flutt á öruggt svæði þar sem henni var eytt. Líkt og sjá má á annarri myndinni, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt, er augljóst að ef einhver hefði staðið við hlið sprengjunnar er hún sprakk, væri hinn sami jafnvel ekki til frásagnar um það. Á myndinni má enn fremur sjá hvernig málmagnir þeytast í allar áttir og þeir sem standa jafnvel einhverja tugi metra í burtu væru í mjög mikilli hættu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.
Tengdar fréttir Sprengja fannst í strætóskýli Rörasprengja fannst í strætóskýlí í Kópavogi í kvöld. Sprengjusveit kom á svæðið og lokaði götunni til að fjarlægja sprengjuna af vettvangi. Engan sakaði. 28. júní 2017 21:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Sprengja fannst í strætóskýli Rörasprengja fannst í strætóskýlí í Kópavogi í kvöld. Sprengjusveit kom á svæðið og lokaði götunni til að fjarlægja sprengjuna af vettvangi. Engan sakaði. 28. júní 2017 21:45