Sport

Valgerður vann reyndan Ungverja í sínum öðrum atvinnumannabardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir bar í dag bar sigurorð af Mariönnu Gulyas frá Ungverjalandi í öðrum bardaga sínum sem atvinnumaður.

Gulyas er gríðarlega reynd en bardaginn í kvöld var númer 39 á hennar ferli.

Bardaginn var hluti af Battle of Bergen bardagakvöldinu. Uppselt er á viðburðinn en 13.000 manns ku vera á staðnum.

Bardaginn var frá fyrstu sekúndu í höndum Valgerðar sem sótti allan tímann. Hún sló Maríönnu niður um miðja fyrstu lotu með öflugu skrokkhöggi og bardaginn gekk síðan áfram í fjórar lotur þannig að Valgerður sótti og Maríanna hörfaði eða leitaði í faðmlög.

Að bardaga loknum voru allir dómarar á einu máli. Valgerður vann bardagann 40-35 að mati þeirra allra.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×