Neituðu að ferðast með kvenkyns ökumanni Gissur Sigurðsson skrifar 24. maí 2017 10:27 Skipt var um ökumann. vísir/ernir Hópur ferðamanna sem voru íslamstrúar neitaði nýverið að aka í hópferðabíl þar sem kvenmaður var undir stýri og þurfti að skipta um ökumann. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir þetta óhæfu, íslensk jafnréttislög gildi hér á landi. Konan sótti hópinn í Leifsstöð og ók með hann í Bláa lónið og síðan á hótel í Reykjavík. Síðan stóð til að fara í útsýnisferð í borgina og nágrenni en þá fyrst virðist fararstjórinn hafa áttað sig á því að kona ók bílnum. Hann hafði þá þegar samband við erlenda ferðaskrifstofu sem hópurinn hafði keypt ferðina hjá og krafðist karlkyns ökumanns sem látið var eftir honum.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Vísir/ValliEnginn afsláttur gefinn „Það gilda lög á Íslandi um jafnrétti kvenna og karla og þau ganga meðal annars út á það að konur hafi rétt til allra sömu starfa og karlar og öfugt. Þar á meðal að vera rútubílstjóri. Og það verður fólk sem kemur hingað að virða. Okkur er gert að fylgja reglum, til dæmis í Sádí-Arabíu eða Íran, að vera með slæður og fólk verður bara að gjöra svo vel að virða það, hvaða reglur gilda hér um starf karla og kvenna,“ segir Kristín. Enginn afsláttur sé gefinn af því. „Við erum líka bundin af mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og svo framvegis. Hér er sú hugmynd ríkjandi að konur og karlar eigi að hafa sömu möguleika og sömu réttindi,“ segir hún. Konan sem um ræðir vill ekki láta nafn síns getið en sagði í viðtali við fréttastofu að erlenda ferðaskrifstofan hafi beðið hana afsökunar á þessu. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Hópur ferðamanna sem voru íslamstrúar neitaði nýverið að aka í hópferðabíl þar sem kvenmaður var undir stýri og þurfti að skipta um ökumann. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir þetta óhæfu, íslensk jafnréttislög gildi hér á landi. Konan sótti hópinn í Leifsstöð og ók með hann í Bláa lónið og síðan á hótel í Reykjavík. Síðan stóð til að fara í útsýnisferð í borgina og nágrenni en þá fyrst virðist fararstjórinn hafa áttað sig á því að kona ók bílnum. Hann hafði þá þegar samband við erlenda ferðaskrifstofu sem hópurinn hafði keypt ferðina hjá og krafðist karlkyns ökumanns sem látið var eftir honum.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Vísir/ValliEnginn afsláttur gefinn „Það gilda lög á Íslandi um jafnrétti kvenna og karla og þau ganga meðal annars út á það að konur hafi rétt til allra sömu starfa og karlar og öfugt. Þar á meðal að vera rútubílstjóri. Og það verður fólk sem kemur hingað að virða. Okkur er gert að fylgja reglum, til dæmis í Sádí-Arabíu eða Íran, að vera með slæður og fólk verður bara að gjöra svo vel að virða það, hvaða reglur gilda hér um starf karla og kvenna,“ segir Kristín. Enginn afsláttur sé gefinn af því. „Við erum líka bundin af mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og svo framvegis. Hér er sú hugmynd ríkjandi að konur og karlar eigi að hafa sömu möguleika og sömu réttindi,“ segir hún. Konan sem um ræðir vill ekki láta nafn síns getið en sagði í viðtali við fréttastofu að erlenda ferðaskrifstofan hafi beðið hana afsökunar á þessu.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira