Haukur skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2017 17:04 Haukur Guðmundsson héraðsdómslögmaður. Dómsmálaráðuneytið Haukur Guðmundsson héraðsdómslögmaður hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis frá 1. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Embættið var auglýst 10. apríl og voru umsækjendur tólf en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Í fréttinni segir að þriggja manna hæfnisnefnd hafi farið yfir umsóknirnar og hafi Haukur verið á meðal umsækjenda sem metnir voru hæfir. „Haukur Guðmundsson lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1996 og aukaeiningum í hagfræði og stjórnmálafræði. Hann hefur réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur einnig lokið fjölda námskeiða á sviði lögfræði. Haukur hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2012 og var settur forstjóri Samkeppniseftirlitsins í rúmt ár, frá 2014 til 2015. Þá hefur hann gegnt formennsku í gjafsóknarnefnd frá 2015 og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki frá 2012. Haukur hefur einnig sinnt verkefnum fyrir innanríkisráðuneytið um einstök mál tengd stofnanaskipulagi og samstarfi stofnana á sviði útlendingamála og verksviði Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Þá starfaði Haukur einnig um árabil hjá dómsmálaráðuneytinu, fyrst árin 1998 til 2001 og aftur 2004 til 2010, að undanskildu einu ári, þegar hann var settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hjá dómsmálaráðuneytinu var Haukur m.a. skrifstofustjóri einkamála og borgaraskrifstofu og sinnti þar m.a. kærumálum, stefnumótun og stjórnsýslu á sviði persónuréttar og útlendingamála. Haukur gegndi einnig starfi fulltrúa hjá sýslumanninum í Hafnarfirði um tveggja ára skeið og var aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands. Þá var hann sendifulltrúi hjá sendiráði Íslands í Brüssel árin 2001–2004,“ segir í fréttinni. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Haukur Guðmundsson héraðsdómslögmaður hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis frá 1. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Embættið var auglýst 10. apríl og voru umsækjendur tólf en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Í fréttinni segir að þriggja manna hæfnisnefnd hafi farið yfir umsóknirnar og hafi Haukur verið á meðal umsækjenda sem metnir voru hæfir. „Haukur Guðmundsson lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1996 og aukaeiningum í hagfræði og stjórnmálafræði. Hann hefur réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur einnig lokið fjölda námskeiða á sviði lögfræði. Haukur hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2012 og var settur forstjóri Samkeppniseftirlitsins í rúmt ár, frá 2014 til 2015. Þá hefur hann gegnt formennsku í gjafsóknarnefnd frá 2015 og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki frá 2012. Haukur hefur einnig sinnt verkefnum fyrir innanríkisráðuneytið um einstök mál tengd stofnanaskipulagi og samstarfi stofnana á sviði útlendingamála og verksviði Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Þá starfaði Haukur einnig um árabil hjá dómsmálaráðuneytinu, fyrst árin 1998 til 2001 og aftur 2004 til 2010, að undanskildu einu ári, þegar hann var settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hjá dómsmálaráðuneytinu var Haukur m.a. skrifstofustjóri einkamála og borgaraskrifstofu og sinnti þar m.a. kærumálum, stefnumótun og stjórnsýslu á sviði persónuréttar og útlendingamála. Haukur gegndi einnig starfi fulltrúa hjá sýslumanninum í Hafnarfirði um tveggja ára skeið og var aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands. Þá var hann sendifulltrúi hjá sendiráði Íslands í Brüssel árin 2001–2004,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira