Innlent

Einstakt samband barns og lambs

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Á Söndum er um 400 fjár, sauðburður er nánast búin og flestar ærnar komnar á túnin með lömbin sín. Eitt lamb býr þó inn á heimili þeirra Guðrúnar Hálfdánardóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar sem eru bændur í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu.

Einstakt samband hefur myndast á milli lambsins og fjögurra mánaða stúlku á bænum. Lambið harðneitar að vera í fjárhúsinu með hinum lömbunum enda vill það helst sofa og hvíla sig hjá stelpunni inn í bæ. Hekla Guðrún Sigurðardóttir, fjögurra mánaða og Lúlli eru einstaklega góðir vinir,   bæði með sínar bleijur og vilja helst bara vera saman inn í stofu á Söndum.

Vísir mælir eindregið með þessu krúttlega myndbroti hér að ofan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.