Neyðast til að byggja yfir starfsmenn sína Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Sláturfélagið er stærsti atvinnurekandi á Suðurlandi. vísir/gva „Þó þetta vegi kannski ekki þungt í stóra samhenginu, þá aðstoðar þetta fólk eitthvað í þessum hræðilega húsnæðisvanda. Ferðaþjónustan er stóra breytingin hérna hjá okkur og þetta er réttur leikur í þeirri stöðu,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, en fyrirtækið ræðst á næstunni í byggingu á 24 raðhúsaíbúðum á Hvolsvelli fyrir starfsmenn sína. Fyrirtækið hefur til þessa leigt töluvert af húsnæði á staðnum og endurleigt starfsfólki, en þróun síðustu missera er með þeim hætti að bregðast verður við. „Við viljum gjarna bjóða okkar fólki vandað húsnæði á sanngjörnu verði, og eftir að við kynntum okkar áform í byrjun árs hafa nokkur fyrirtæki greint frá sambærilegum verkefnum,“ segir Steinþór og vísar til frétta síðustu vikna af Ikea sem ætlar að reisa 36 íbúða fjölbýlishús fyrir sína starfsmenn; Leigufélag PCC byggir ellefu parhús á Húsavík og Bláa lónið mun hugsa sinn gang með áform um að byggja 28 íbúða fjölbýlishús í Grindavík fyrir starfsfólk sitt. Þá er ekki allt talið.Steinþór Skúlason, forstjóri SSSteinþór segir að í sumar verði byrjað á fyrsta áfanga sem eru átta raðhúsaíbúðir, fimmtíu fermetrar að stærð. Ekki er ætlunin að byggja umfram það sem tryggir rekstur fyrirtækisins; SS er ekki að koma sér fyrir á fasteignamarkaði. „Þetta er jákvætt fyrir fyrirtækið og starfsfólk. Það sem við viljum gera er að okkar húsum verður dreift um bæinn,“ segir Steinþór og þá með það að sjónarmiði að ekki verði til sérstakt SS-hverfi heldur að húsin verði aðeins hluti af byggðinni og samfélaginu sem er fyrir. „Þetta er frábært fólk sem hefur aðlagast vel; mikið Pólverjar en Íslendingar líka. Það er oft þannig að fólk vill koma í vinnu til okkar, en getur það ekki þar sem það fær ekki húsnæði,“ segir Steinþór en uppbyggingin er í góðu samstarfi við sveitarfélagið, Rangárþing eystra, sem annast skipulag á lóðum en fyrirtækið byggir og á húsnæðið. Kostnaður við byggingu íbúðanna er minni en víðast, enda lóðaverð sanngjarnt, að sögn Steinþórs. „Breytingin hefur líka orðið gífurleg síðan Sláturfélagið flutti á Hvolsvöll árið 1991. Þá var fyrir suma eins og að biðja þá að flytja til Síberíu að fara til Hvolsvallar. Í dag þykir bara flott að búa í sveitinni, enda hefur öll þjónusta þar stórbatnað og allt til alls,“ segir Steinþór en spurður um fjárfestinguna telur hann að hver áfangi kosti um 140 milljónir króna og heildarkostnaður verði rúmlega 400 milljónir þegar allt er risið. Sláturfélagið er stærsti atvinnurekandi á Suðurlandi með um 400 ársverk þegar dótturfyrirtækið Reykjagarður er talið með. Þess utan er búið að hanna 1.300 fermetra stækkun á verksmiðjunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þó þetta vegi kannski ekki þungt í stóra samhenginu, þá aðstoðar þetta fólk eitthvað í þessum hræðilega húsnæðisvanda. Ferðaþjónustan er stóra breytingin hérna hjá okkur og þetta er réttur leikur í þeirri stöðu,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, en fyrirtækið ræðst á næstunni í byggingu á 24 raðhúsaíbúðum á Hvolsvelli fyrir starfsmenn sína. Fyrirtækið hefur til þessa leigt töluvert af húsnæði á staðnum og endurleigt starfsfólki, en þróun síðustu missera er með þeim hætti að bregðast verður við. „Við viljum gjarna bjóða okkar fólki vandað húsnæði á sanngjörnu verði, og eftir að við kynntum okkar áform í byrjun árs hafa nokkur fyrirtæki greint frá sambærilegum verkefnum,“ segir Steinþór og vísar til frétta síðustu vikna af Ikea sem ætlar að reisa 36 íbúða fjölbýlishús fyrir sína starfsmenn; Leigufélag PCC byggir ellefu parhús á Húsavík og Bláa lónið mun hugsa sinn gang með áform um að byggja 28 íbúða fjölbýlishús í Grindavík fyrir starfsfólk sitt. Þá er ekki allt talið.Steinþór Skúlason, forstjóri SSSteinþór segir að í sumar verði byrjað á fyrsta áfanga sem eru átta raðhúsaíbúðir, fimmtíu fermetrar að stærð. Ekki er ætlunin að byggja umfram það sem tryggir rekstur fyrirtækisins; SS er ekki að koma sér fyrir á fasteignamarkaði. „Þetta er jákvætt fyrir fyrirtækið og starfsfólk. Það sem við viljum gera er að okkar húsum verður dreift um bæinn,“ segir Steinþór og þá með það að sjónarmiði að ekki verði til sérstakt SS-hverfi heldur að húsin verði aðeins hluti af byggðinni og samfélaginu sem er fyrir. „Þetta er frábært fólk sem hefur aðlagast vel; mikið Pólverjar en Íslendingar líka. Það er oft þannig að fólk vill koma í vinnu til okkar, en getur það ekki þar sem það fær ekki húsnæði,“ segir Steinþór en uppbyggingin er í góðu samstarfi við sveitarfélagið, Rangárþing eystra, sem annast skipulag á lóðum en fyrirtækið byggir og á húsnæðið. Kostnaður við byggingu íbúðanna er minni en víðast, enda lóðaverð sanngjarnt, að sögn Steinþórs. „Breytingin hefur líka orðið gífurleg síðan Sláturfélagið flutti á Hvolsvöll árið 1991. Þá var fyrir suma eins og að biðja þá að flytja til Síberíu að fara til Hvolsvallar. Í dag þykir bara flott að búa í sveitinni, enda hefur öll þjónusta þar stórbatnað og allt til alls,“ segir Steinþór en spurður um fjárfestinguna telur hann að hver áfangi kosti um 140 milljónir króna og heildarkostnaður verði rúmlega 400 milljónir þegar allt er risið. Sláturfélagið er stærsti atvinnurekandi á Suðurlandi með um 400 ársverk þegar dótturfyrirtækið Reykjagarður er talið með. Þess utan er búið að hanna 1.300 fermetra stækkun á verksmiðjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira