Ítrekaðar ábendingar í fíkniefnasíma lögreglu leiddu til húsleitar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. maí 2017 11:15 Maðurinn á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980 Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm dóm yfir Jónasi James Norris fyrir lyfja- og vopnalagabrot með því að átt í sölu- og dreifingarskyni ákveðið magn af Ritalin og Ritalin Uno og fyrir að geyma mikið magn skotfæra í óæstum hirslum á heimili sínu. Þann 14. janúar árið 2015 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili Jónasar á grundvelli dómsúrskurðar. Í skýrslu lögreglu segir að Jónasi hafi verið sagt að hann væri grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum og brot á lyfjalögum. Í aðdraganda húsleitarinnar höfðu borist ítrekaðar tilkynningar í fíkniefnasíma lögreglu m að ákærði seldi lyfseðilsskyldu lyfin Ritalin og Ritalin Uno. Við leitina fundust 85 Ritalin töflur í eldhússkáp sem hafði verið skipt í níu smelluláspoka. Níu töflur voru í hverjum poka en fimm í einum þeirra. Þá framvísaði Jónas 15 Ritalin Uno töflum sem hann bar á sér í smelluláspoka. Í eldhússkápnum og í öðru herbergi í húsinu var einnig að finna töluvert af tómum smelluláspokum. Í húsinu fundust skotfæri á ýmsum stöðum, meðal annars í bílskúr, svefnherbergi og svokölluðu hobbyherbergi. Þá fundust einnig haglaskot og riffilskot af ýmsum gerðum, og mikið magn af byssupúðri sem geymt var í stórum dunkum.Hefur hlotið samtals 22 refsidóma Jónas á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilfellum fyrir auðgunarbrot. Hann var dæmdur í Hæstarétti þann 6. febrúar 2014 fyrir sambærileg brot á lyfjalögum, vopnalögum og peningaþvætti. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir dómi bar Jónas fyrir sig að lyfin hafi verið til einkanota. Að um væri að ræða Ritalin og Ritalin Uno og að hann hefði lengið þurft á þeim að halda og hefði í fyrstu fengið þær hjá lækni en að lögreglan hefði komið í veg fyrir að svo yrði áfram og því aflaði hann taflnanna á annan hátt. Um smelluláspoka sem fundust á heimili hans kvað hann þá hafa verið fyrir skotfæri eingöngu. Hann tók fyrir að selja töflur Honum hefði verið hótað af lögreglu áður og skýri það fyrri sakfellingardóma. Hann kannaðist þó við að skotfærin hefðu verið víðar en í hobbyherberginu. Honum hefði verið kennt á námskeiði að geyma skotfæri ekki í læstum skápum en alla jafna væri herbergið læst og í því væri líka þjófakerfi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í þriggja mánaða fangelsi vegna málsins þann 9. maí 2016 og hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm dóm yfir Jónasi James Norris fyrir lyfja- og vopnalagabrot með því að átt í sölu- og dreifingarskyni ákveðið magn af Ritalin og Ritalin Uno og fyrir að geyma mikið magn skotfæra í óæstum hirslum á heimili sínu. Þann 14. janúar árið 2015 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili Jónasar á grundvelli dómsúrskurðar. Í skýrslu lögreglu segir að Jónasi hafi verið sagt að hann væri grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum og brot á lyfjalögum. Í aðdraganda húsleitarinnar höfðu borist ítrekaðar tilkynningar í fíkniefnasíma lögreglu m að ákærði seldi lyfseðilsskyldu lyfin Ritalin og Ritalin Uno. Við leitina fundust 85 Ritalin töflur í eldhússkáp sem hafði verið skipt í níu smelluláspoka. Níu töflur voru í hverjum poka en fimm í einum þeirra. Þá framvísaði Jónas 15 Ritalin Uno töflum sem hann bar á sér í smelluláspoka. Í eldhússkápnum og í öðru herbergi í húsinu var einnig að finna töluvert af tómum smelluláspokum. Í húsinu fundust skotfæri á ýmsum stöðum, meðal annars í bílskúr, svefnherbergi og svokölluðu hobbyherbergi. Þá fundust einnig haglaskot og riffilskot af ýmsum gerðum, og mikið magn af byssupúðri sem geymt var í stórum dunkum.Hefur hlotið samtals 22 refsidóma Jónas á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilfellum fyrir auðgunarbrot. Hann var dæmdur í Hæstarétti þann 6. febrúar 2014 fyrir sambærileg brot á lyfjalögum, vopnalögum og peningaþvætti. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir dómi bar Jónas fyrir sig að lyfin hafi verið til einkanota. Að um væri að ræða Ritalin og Ritalin Uno og að hann hefði lengið þurft á þeim að halda og hefði í fyrstu fengið þær hjá lækni en að lögreglan hefði komið í veg fyrir að svo yrði áfram og því aflaði hann taflnanna á annan hátt. Um smelluláspoka sem fundust á heimili hans kvað hann þá hafa verið fyrir skotfæri eingöngu. Hann tók fyrir að selja töflur Honum hefði verið hótað af lögreglu áður og skýri það fyrri sakfellingardóma. Hann kannaðist þó við að skotfærin hefðu verið víðar en í hobbyherberginu. Honum hefði verið kennt á námskeiði að geyma skotfæri ekki í læstum skápum en alla jafna væri herbergið læst og í því væri líka þjófakerfi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í þriggja mánaða fangelsi vegna málsins þann 9. maí 2016 og hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira