Ítrekaðar ábendingar í fíkniefnasíma lögreglu leiddu til húsleitar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. maí 2017 11:15 Maðurinn á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980 Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm dóm yfir Jónasi James Norris fyrir lyfja- og vopnalagabrot með því að átt í sölu- og dreifingarskyni ákveðið magn af Ritalin og Ritalin Uno og fyrir að geyma mikið magn skotfæra í óæstum hirslum á heimili sínu. Þann 14. janúar árið 2015 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili Jónasar á grundvelli dómsúrskurðar. Í skýrslu lögreglu segir að Jónasi hafi verið sagt að hann væri grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum og brot á lyfjalögum. Í aðdraganda húsleitarinnar höfðu borist ítrekaðar tilkynningar í fíkniefnasíma lögreglu m að ákærði seldi lyfseðilsskyldu lyfin Ritalin og Ritalin Uno. Við leitina fundust 85 Ritalin töflur í eldhússkáp sem hafði verið skipt í níu smelluláspoka. Níu töflur voru í hverjum poka en fimm í einum þeirra. Þá framvísaði Jónas 15 Ritalin Uno töflum sem hann bar á sér í smelluláspoka. Í eldhússkápnum og í öðru herbergi í húsinu var einnig að finna töluvert af tómum smelluláspokum. Í húsinu fundust skotfæri á ýmsum stöðum, meðal annars í bílskúr, svefnherbergi og svokölluðu hobbyherbergi. Þá fundust einnig haglaskot og riffilskot af ýmsum gerðum, og mikið magn af byssupúðri sem geymt var í stórum dunkum.Hefur hlotið samtals 22 refsidóma Jónas á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilfellum fyrir auðgunarbrot. Hann var dæmdur í Hæstarétti þann 6. febrúar 2014 fyrir sambærileg brot á lyfjalögum, vopnalögum og peningaþvætti. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir dómi bar Jónas fyrir sig að lyfin hafi verið til einkanota. Að um væri að ræða Ritalin og Ritalin Uno og að hann hefði lengið þurft á þeim að halda og hefði í fyrstu fengið þær hjá lækni en að lögreglan hefði komið í veg fyrir að svo yrði áfram og því aflaði hann taflnanna á annan hátt. Um smelluláspoka sem fundust á heimili hans kvað hann þá hafa verið fyrir skotfæri eingöngu. Hann tók fyrir að selja töflur Honum hefði verið hótað af lögreglu áður og skýri það fyrri sakfellingardóma. Hann kannaðist þó við að skotfærin hefðu verið víðar en í hobbyherberginu. Honum hefði verið kennt á námskeiði að geyma skotfæri ekki í læstum skápum en alla jafna væri herbergið læst og í því væri líka þjófakerfi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í þriggja mánaða fangelsi vegna málsins þann 9. maí 2016 og hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm dóm yfir Jónasi James Norris fyrir lyfja- og vopnalagabrot með því að átt í sölu- og dreifingarskyni ákveðið magn af Ritalin og Ritalin Uno og fyrir að geyma mikið magn skotfæra í óæstum hirslum á heimili sínu. Þann 14. janúar árið 2015 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili Jónasar á grundvelli dómsúrskurðar. Í skýrslu lögreglu segir að Jónasi hafi verið sagt að hann væri grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum og brot á lyfjalögum. Í aðdraganda húsleitarinnar höfðu borist ítrekaðar tilkynningar í fíkniefnasíma lögreglu m að ákærði seldi lyfseðilsskyldu lyfin Ritalin og Ritalin Uno. Við leitina fundust 85 Ritalin töflur í eldhússkáp sem hafði verið skipt í níu smelluláspoka. Níu töflur voru í hverjum poka en fimm í einum þeirra. Þá framvísaði Jónas 15 Ritalin Uno töflum sem hann bar á sér í smelluláspoka. Í eldhússkápnum og í öðru herbergi í húsinu var einnig að finna töluvert af tómum smelluláspokum. Í húsinu fundust skotfæri á ýmsum stöðum, meðal annars í bílskúr, svefnherbergi og svokölluðu hobbyherbergi. Þá fundust einnig haglaskot og riffilskot af ýmsum gerðum, og mikið magn af byssupúðri sem geymt var í stórum dunkum.Hefur hlotið samtals 22 refsidóma Jónas á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilfellum fyrir auðgunarbrot. Hann var dæmdur í Hæstarétti þann 6. febrúar 2014 fyrir sambærileg brot á lyfjalögum, vopnalögum og peningaþvætti. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir dómi bar Jónas fyrir sig að lyfin hafi verið til einkanota. Að um væri að ræða Ritalin og Ritalin Uno og að hann hefði lengið þurft á þeim að halda og hefði í fyrstu fengið þær hjá lækni en að lögreglan hefði komið í veg fyrir að svo yrði áfram og því aflaði hann taflnanna á annan hátt. Um smelluláspoka sem fundust á heimili hans kvað hann þá hafa verið fyrir skotfæri eingöngu. Hann tók fyrir að selja töflur Honum hefði verið hótað af lögreglu áður og skýri það fyrri sakfellingardóma. Hann kannaðist þó við að skotfærin hefðu verið víðar en í hobbyherberginu. Honum hefði verið kennt á námskeiði að geyma skotfæri ekki í læstum skápum en alla jafna væri herbergið læst og í því væri líka þjófakerfi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í þriggja mánaða fangelsi vegna málsins þann 9. maí 2016 og hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira