Stefnir í þriggja vikna einangrun í smyglmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2017 09:00 Norræna við höfn í Seyðisfirði. vísir Tveir erlendir karlmenn hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði í átján daga en þeir eru grunaðir um smygl á talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu í lok apríl. Fíkniefnin voru falin í bíl sem annar mannanna kom með til landsins með Norrænu þriðjudagskvöldið 25. apríl. Handtökurnar áttu sér þó ekki stað fyrr en tveimur dögum síðar á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem ekið var frá Seyðisfirði. Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn málsins.vísir/anton brink Magn og tegund ekki uppgefin Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna föstudaginn 28. apríl. Það var svo framlengt miðvikudaginn 12. maí í níu daga eða til föstudagsins 19. maí. Annar kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að rannsókninni miði ágætlega. Hann segir ekki fleiri hafa verið handtekna í tengslum við málið. Hvorki fæst uppgefið hvaða efni ræðir eða magn þeirra. Athygli vekur hve lengi mennirnir hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði eða átján daga. Þeir verða orðnir 22 þegar gæsluvarðhaldið rennur út á föstudaginn. Einangrun regla frekar en undantekning Einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga er meginregla á Íslandi. Það var niðurstaðan í meistararitgerð Elísabetar Ingólfsdóttur í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2015. Mun algengara er að fangar séu settir í einangrun hér á landi en í Danmörku og Noregi, en líkist meira Svíþjóð. Hins vegar hafa sænsk yfirvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir brot á réttindum gæsluvarðhaldsfanga svo þá samanburður er mögulega ekki heppilegur. Kastljós fjallaði um málið á dögunum og rifjaði upp mál Guðmundar Gunnlaugssonar sem sat saklaus í einangrun í ellefu sólarhringa í fangaklefa við Hverfisgötu árið 2011. Hann fékk aldrei að vita nákvæmlega hvers vegna hann var handtekinn og fékk ekki læknisaðstoð. Hæstiréttur dæmdi Guðmundi tvær milljónir króna í miskabætur en íslenska ríkið var dæmt fyrir að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár sem banna hvers kyns pyntingar og niðurlægjandi meðferð borgaranna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði í átján daga en þeir eru grunaðir um smygl á talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu í lok apríl. Fíkniefnin voru falin í bíl sem annar mannanna kom með til landsins með Norrænu þriðjudagskvöldið 25. apríl. Handtökurnar áttu sér þó ekki stað fyrr en tveimur dögum síðar á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem ekið var frá Seyðisfirði. Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn málsins.vísir/anton brink Magn og tegund ekki uppgefin Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna föstudaginn 28. apríl. Það var svo framlengt miðvikudaginn 12. maí í níu daga eða til föstudagsins 19. maí. Annar kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að rannsókninni miði ágætlega. Hann segir ekki fleiri hafa verið handtekna í tengslum við málið. Hvorki fæst uppgefið hvaða efni ræðir eða magn þeirra. Athygli vekur hve lengi mennirnir hafa verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði eða átján daga. Þeir verða orðnir 22 þegar gæsluvarðhaldið rennur út á föstudaginn. Einangrun regla frekar en undantekning Einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga er meginregla á Íslandi. Það var niðurstaðan í meistararitgerð Elísabetar Ingólfsdóttur í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2015. Mun algengara er að fangar séu settir í einangrun hér á landi en í Danmörku og Noregi, en líkist meira Svíþjóð. Hins vegar hafa sænsk yfirvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir brot á réttindum gæsluvarðhaldsfanga svo þá samanburður er mögulega ekki heppilegur. Kastljós fjallaði um málið á dögunum og rifjaði upp mál Guðmundar Gunnlaugssonar sem sat saklaus í einangrun í ellefu sólarhringa í fangaklefa við Hverfisgötu árið 2011. Hann fékk aldrei að vita nákvæmlega hvers vegna hann var handtekinn og fékk ekki læknisaðstoð. Hæstiréttur dæmdi Guðmundi tvær milljónir króna í miskabætur en íslenska ríkið var dæmt fyrir að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár sem banna hvers kyns pyntingar og niðurlægjandi meðferð borgaranna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01