Innlent

Sautján hvolpar undan minkalæðu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sá óvenjulegi atburður gerðist á minkabúi undir Eyjafjöllum að læða gaut sautján hvolpum en yfirleitt eru læðurnar ekki með nema sex til átta hvolpa. Hluti af hvolpunum voru strax teknir  undan læðunni og vandir undir aðrar læður því læðurnar hafa ekki nema níu spena.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar tvö, heimsótti minkabúið en got tímabilinu er að ljúka þessa dagana. Á búinu eru 1300 læður en það eru feðgar á bænum sem reka það.

„Þetta er náttúrulega magnað hvað það eru margir sem fæddust,“ segir Hjalti Logason, minkabóndi í Neðri – Dal undir Eyjafjöllum, aðspurður um hvað honum hafi fundist um gotið.

Hvolparnir verða í uppeldi í sumar og allar læðurnar verða settar á og hluti af högnunum.  Hjalta sagðist hafa brugðið þegar hann sá hvolpana sautján.

„Ég lokkaði hana út og fór með hendina inn og fann bara hrúguna sem var þarna. Ég bjóst við mörgum en ekki sautján.“  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×