Fimm greinst með fjölónæmar bakteríur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. maí 2017 19:30 Karl Gústaf Kristinsson, prófessor og yfirmaður sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/Sigurjón Ólason Fimm einstaklingar hér á landi hafa greinst með nær alónæmar bakteríur sem einungis örfá sýklalyf virkuðu á að sögn Karls Gústafs Kristinssonar, prófessors og yfirmanns sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Allir hinir sýktu höfðu verið á ferðalagi. Yfirlæknir segir stöðuna grafalvarlega og hætt er við að við færumst langt aftur í tímann fáist ekki ný sýklalyf. „Sem betur fer höfum við ekki hér á landi þegar fengið bakteríu sem er alónæm en það var sagt frá slíku tilfelli í Bandaríkjunum á seinni hluta síðasta árs þar sem kona dó sem hafði sýkst af þarmabakteríu sem var ónæm fyrir öllum þekktum sýklalyfjum. Það er sá raunveruleiki sem við erum að horfa fram á að þróist áfram ef allt verður óbreytt," segir Karl. Eins og Stöð tvö greindi frá skilaði starfshópur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi í gær greinargerð þar sem finna má aðgerðalista fyrir stjórnvöld. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að salernisaðstaða á ferðamannastöðum verði bætt. „Sérstaklega þar sem stórir ferðamannastaðir eru í nágrenni við stór landbúnaðarsvæði, sérstaklega þar sem grunnvatn stendur lengi, rennur ekki að. Við þekkjum dæmi um það að á ákveðnum svæðum hafa komið upp salmonellusýkingar í búfé þar sem afrennsli var ekki auðvelt. Það gætu alveg eins borist ónæmar bakteríur á slíku svæði," segir hann. Karl segir mikilvægt að leggja vel í rannsóknir. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli hér á Íslandi að varðveita þetta einstaka umhverfi og þessa einstöku aðstöðu sem við höfum í dag. Við erum öfundsverð og við erum eyja þannig við ættum að hafa alla burði til að geta seinkað þessari þróun meira en aðrar þjóðir," segir Karl. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, fagnar skýrslunni og segir að strax verði hafist handa. „Tímaramminn er nú bara sá að við megum helst engan tíma missa og þurfum að setja þetta af stað og erum að vonast til að við getum sett eitthvað af þessum verkefnum og hópum af stað fyrir sumarið." Að sögn Óttars á eftir að skoða fjármögnun. „Við þurfum að kostnaðarmeta eitthvað af þeim áður en við getum farið af stað í að finna fjármagn til að setja þær af stað. En það er líka vinna í samhæfingu, upplýsingaöflun, í stöðlum og vinnulagi inni á stofnunum og svo framleiðis sem á að vera hægt að undirbúa strax og á ekki að þurfa að vera og háð fjárveitingum." Tengdar fréttir Hætt við að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og þurfa stjórnvöld að marka sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfjum. 15. maí 2017 12:29 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fimm einstaklingar hér á landi hafa greinst með nær alónæmar bakteríur sem einungis örfá sýklalyf virkuðu á að sögn Karls Gústafs Kristinssonar, prófessors og yfirmanns sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Allir hinir sýktu höfðu verið á ferðalagi. Yfirlæknir segir stöðuna grafalvarlega og hætt er við að við færumst langt aftur í tímann fáist ekki ný sýklalyf. „Sem betur fer höfum við ekki hér á landi þegar fengið bakteríu sem er alónæm en það var sagt frá slíku tilfelli í Bandaríkjunum á seinni hluta síðasta árs þar sem kona dó sem hafði sýkst af þarmabakteríu sem var ónæm fyrir öllum þekktum sýklalyfjum. Það er sá raunveruleiki sem við erum að horfa fram á að þróist áfram ef allt verður óbreytt," segir Karl. Eins og Stöð tvö greindi frá skilaði starfshópur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi í gær greinargerð þar sem finna má aðgerðalista fyrir stjórnvöld. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að salernisaðstaða á ferðamannastöðum verði bætt. „Sérstaklega þar sem stórir ferðamannastaðir eru í nágrenni við stór landbúnaðarsvæði, sérstaklega þar sem grunnvatn stendur lengi, rennur ekki að. Við þekkjum dæmi um það að á ákveðnum svæðum hafa komið upp salmonellusýkingar í búfé þar sem afrennsli var ekki auðvelt. Það gætu alveg eins borist ónæmar bakteríur á slíku svæði," segir hann. Karl segir mikilvægt að leggja vel í rannsóknir. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli hér á Íslandi að varðveita þetta einstaka umhverfi og þessa einstöku aðstöðu sem við höfum í dag. Við erum öfundsverð og við erum eyja þannig við ættum að hafa alla burði til að geta seinkað þessari þróun meira en aðrar þjóðir," segir Karl. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, fagnar skýrslunni og segir að strax verði hafist handa. „Tímaramminn er nú bara sá að við megum helst engan tíma missa og þurfum að setja þetta af stað og erum að vonast til að við getum sett eitthvað af þessum verkefnum og hópum af stað fyrir sumarið." Að sögn Óttars á eftir að skoða fjármögnun. „Við þurfum að kostnaðarmeta eitthvað af þeim áður en við getum farið af stað í að finna fjármagn til að setja þær af stað. En það er líka vinna í samhæfingu, upplýsingaöflun, í stöðlum og vinnulagi inni á stofnunum og svo framleiðis sem á að vera hægt að undirbúa strax og á ekki að þurfa að vera og háð fjárveitingum."
Tengdar fréttir Hætt við að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og þurfa stjórnvöld að marka sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfjum. 15. maí 2017 12:29 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hætt við að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og þurfa stjórnvöld að marka sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfjum. 15. maí 2017 12:29