Hætt við að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2017 12:29 Markvisst þarf að vinna að því að minnka áhættuna á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum samkvæmt starfshópnum. vísir/getty Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og þurfa stjórnvöld að marka sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfjum. Þá þarf að vinna markvisst að því að minnka áhættuna á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum. Það eigi að gera með því að bæta verulega úr hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum á Íslandi enda er víða pottur brotinn í þeim efnum eins og ítrekað hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Þetta eru tvær af þeim tíu tillögum sem starfshópur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi leggur til við heilbrigðisráðherra að ráðist verði í en hópurinn kynnti greinargerð sína um málið í dag. Á vef velferðarráðuneytisins segir að sýklalyfjaónæmi sé „ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700.000 dauðsföllum í heiminum á hverju ári og að þeim fjölgi í allt að 10 milljónir á ári árið 2050 verði ekkert að gert.“ Í greinargerð starfshópsins kemur fram að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt fram á tengsl á milli sýklalyfjanotkunar og sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfjanotkun hjá mönnum hefur verið hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum en sé miðað við öll Evrópulöndin er hún í meðallagi. Þá segir jafnframt að algengi sýklalyfjaónæmis hér á landi hafi verið umtalsvert lægra en í nágrannalöndunum, en meðal annars vegna mikillar noktunar sýklalyfja hjá mönnum er hætta á að þetta breytist á komandi árum. „Sýklalyfjaónæmi er minna vandamál hér á Íslandi en í mörgum öðrum löndum en annars staðar hafa verið að koma fram sýklar og bakteríur sem eru hreinlega ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að ef einstaklingar fá alvarlega sýkingar af völdum slíkra baktería að þá er engin meðferð í boði. Þetta hefur sést erlendis og þetta viljum við ekki sjá. Þannig að útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarlegt vandamál,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, en hann átti sæti í starfshópnum ásamt þeim Sigurborgu Davíðsdóttur, yfirdýralækni og Völu Friðriksdóttur, deildarstjóra að Keldum.Greinargerð starfshópsins má nálgast hér. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og þurfa stjórnvöld að marka sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfjum. Þá þarf að vinna markvisst að því að minnka áhættuna á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum. Það eigi að gera með því að bæta verulega úr hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum á Íslandi enda er víða pottur brotinn í þeim efnum eins og ítrekað hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Þetta eru tvær af þeim tíu tillögum sem starfshópur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi leggur til við heilbrigðisráðherra að ráðist verði í en hópurinn kynnti greinargerð sína um málið í dag. Á vef velferðarráðuneytisins segir að sýklalyfjaónæmi sé „ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700.000 dauðsföllum í heiminum á hverju ári og að þeim fjölgi í allt að 10 milljónir á ári árið 2050 verði ekkert að gert.“ Í greinargerð starfshópsins kemur fram að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt fram á tengsl á milli sýklalyfjanotkunar og sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfjanotkun hjá mönnum hefur verið hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum en sé miðað við öll Evrópulöndin er hún í meðallagi. Þá segir jafnframt að algengi sýklalyfjaónæmis hér á landi hafi verið umtalsvert lægra en í nágrannalöndunum, en meðal annars vegna mikillar noktunar sýklalyfja hjá mönnum er hætta á að þetta breytist á komandi árum. „Sýklalyfjaónæmi er minna vandamál hér á Íslandi en í mörgum öðrum löndum en annars staðar hafa verið að koma fram sýklar og bakteríur sem eru hreinlega ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að ef einstaklingar fá alvarlega sýkingar af völdum slíkra baktería að þá er engin meðferð í boði. Þetta hefur sést erlendis og þetta viljum við ekki sjá. Þannig að útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarlegt vandamál,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, en hann átti sæti í starfshópnum ásamt þeim Sigurborgu Davíðsdóttur, yfirdýralækni og Völu Friðriksdóttur, deildarstjóra að Keldum.Greinargerð starfshópsins má nálgast hér.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira