800 þúsund á tímann að fljúga með gæslunni Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Frá slysstað í Húnavatnssýslu í fyrradag en það var eitt af fjórum útköllum gæslunnar þann daginn. MYND/HÖSKULDUR BIRKIR Á undanförnum árum hefur heildarfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar vaxið verulega. Árið 2011 voru útköllin 155 en í fyrra voru þau 251. Fjölgunin er um 62 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur flugtímum á ársgrundvelli ekki fjölgað að sama skapi. Af því leiðir að kostnaðurinn hefur heldur ekki aukist í beinu hlutfalli við fjölgun útkalla. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö á mánudagskvöld. Annað barst svo um nóttina. Á meðal þess sem þurfti að gera var að kalla eftir þyrlu til að sækja mann á Suðurlandi. Fjórir erlendir ferðamenn voru einnig fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu. Landhelgisgæslan heldur ekki sérstaklega utan um kostnaðinn sem hlýst af útköllum vegna ferðamanna eða annarra. Gæslan hefur þó áætlað að hver flugtími útleggist á um 750 til 800 þúsund krónur. Útkallið á Suðurlandi í gær, frá því að þyrlan TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli þar til hún lenti þar aftur, tók um það bil einn og hálfan klukkutíma. Tímalengd útkallsins í Húnavatnssýslu er aðeins erfiðara að meta vegna þess að TF-LIF var í öðru útkalli á Vestfjörðum þegar beiðni um aðstoð barst og fór svo beint frá Sjúkrahúsinu á Akureyri austur á Langanes að sækja mann sem slasaðist þar. Ef miðað er við tímann frá því að þyrlan var beðin um að fara á slysstaðinn í Vatnsdal þar til hún lenti við Sjúkrahúsið á Akureyri tók það útkall um klukkustund. Því má reikna með að þessi tvö útköll hlaupi á 1,9 til 2 milljónum króna. Fram kemur í svari frá Landhelgisgæslunni að hún kappkosti einfaldlega við að bregðast við þegar aðstoðar er þörf, svo fremi sem tæki og mannskapur séu til taks. Fjölgun útkalla hafi hins vegar haft þær afleiðingar að minni tími gefist til þjálfunar og æfinga áhafna og löggæsla og eftirlit á grunnslóð hafi dregist saman. Fjölgun útkalla undanfarin ár hefur með öðrum orðum verið á kostnað þessara þátta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Á undanförnum árum hefur heildarfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar vaxið verulega. Árið 2011 voru útköllin 155 en í fyrra voru þau 251. Fjölgunin er um 62 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur flugtímum á ársgrundvelli ekki fjölgað að sama skapi. Af því leiðir að kostnaðurinn hefur heldur ekki aukist í beinu hlutfalli við fjölgun útkalla. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö á mánudagskvöld. Annað barst svo um nóttina. Á meðal þess sem þurfti að gera var að kalla eftir þyrlu til að sækja mann á Suðurlandi. Fjórir erlendir ferðamenn voru einnig fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu. Landhelgisgæslan heldur ekki sérstaklega utan um kostnaðinn sem hlýst af útköllum vegna ferðamanna eða annarra. Gæslan hefur þó áætlað að hver flugtími útleggist á um 750 til 800 þúsund krónur. Útkallið á Suðurlandi í gær, frá því að þyrlan TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli þar til hún lenti þar aftur, tók um það bil einn og hálfan klukkutíma. Tímalengd útkallsins í Húnavatnssýslu er aðeins erfiðara að meta vegna þess að TF-LIF var í öðru útkalli á Vestfjörðum þegar beiðni um aðstoð barst og fór svo beint frá Sjúkrahúsinu á Akureyri austur á Langanes að sækja mann sem slasaðist þar. Ef miðað er við tímann frá því að þyrlan var beðin um að fara á slysstaðinn í Vatnsdal þar til hún lenti við Sjúkrahúsið á Akureyri tók það útkall um klukkustund. Því má reikna með að þessi tvö útköll hlaupi á 1,9 til 2 milljónum króna. Fram kemur í svari frá Landhelgisgæslunni að hún kappkosti einfaldlega við að bregðast við þegar aðstoðar er þörf, svo fremi sem tæki og mannskapur séu til taks. Fjölgun útkalla hafi hins vegar haft þær afleiðingar að minni tími gefist til þjálfunar og æfinga áhafna og löggæsla og eftirlit á grunnslóð hafi dregist saman. Fjölgun útkalla undanfarin ár hefur með öðrum orðum verið á kostnað þessara þátta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49
Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31