Kallaði hana svindlara og sá síðan sjálf um að senda hana heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 07:30 Eugenie Bouchard fagnar hér sigri. Vísir/AP Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017 Tennis Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017
Tennis Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti