90 hjólreiðamenn slösuðust í umferðinni á síðasta ári Benedikt Bóas skrifar 15. apríl 2017 07:00 Hjólreiðamenn mega vera á götunni en ekki er gert ráð fyrir þeim þar. Samlífið sé því ekki gott. vísir/hanna 90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira