Sport

Gunnar telur að Conor berjist ekki í UFC á árinu

Aron Andri Jeannotsson skrifar
vísir/getty
Gunnar Nelson, vinur og æfingarfélagi, Conor McGregor er óviss um að hann berjist fyrir UFC á árinu.

Gunnar segir Conor eiga nóg af pening sem heldur honum uppteknum. „Conor hefur nóg að gera, Hann er að einbeita sér að Mayweather-bardaganum, en ef Conor verður boðinn bardagi í UFC sem hann telur vera góða áskorun og skrifast í sögubækurnar þá tekur hann bardagann,” segir Gunnar í viðtali við ESPN.

Dana White forseti UFC taldi lengi bardagann ekki vera raunsæjan en hann hefur skipt um skoðun og segir mjög líklegt að bardaginn gerist. „Ég sé ekki hvernig þessi bardagi gerist ekki það er alltof mikill peningur í þessum bardaga," sagði Dana White í þættinum Late Night with Conan O'Brien á dögunum

Bardagamaðurinn Tony Ferguson, sem er númer tvö á léttvigtarstyrkleikalista UFC, vill fá titilbardaga á móti Conor en er talið ólíklegt að sá bardagi gerist á árinu.

Ferguson átti að berjast við Khabib Nurmagomedov um bráðabirgðartitilinn en fékk ekki að slást vegna þess að Nurmagomedov þurfti að draga sig úr keppni vegna erfiðleika við að ná vigt og var fluttur á spítala. McGregor barðist þrisvar sinnum á árinu 2016 og vann meðal annars léttvigtarbeltið.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×