Íslenski boltinn

Flautað af í Úlfarsárdal | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var napurt á bekknum hjá Blikum í kvöld.
Það var napurt á bekknum hjá Blikum í kvöld. mynd/twitter-síða Blika

Það var snarvitlaust veður á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem gerði það að verkum að leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum var flautaður af eftir 70 mínútna leik.

Þá var staðan 1-0 fyrir Breiðablik en Höskuldur Gunnlaugsson skoraði markið.

Gunnari Jarli Jónssyni var nóg boðið er veðrið hélt bara áfram að versna og flautaði hann af eftir að hafa gert hlé í fyrstu.

Þess má geta að Blikar buðust fyrr í dag til þess að færa leikinn inn í Fífuna en KSÍ sá enga ástæðu til þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.