Íslenski boltinn

Flautað af í Úlfarsárdal | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var napurt á bekknum hjá Blikum í kvöld.
Það var napurt á bekknum hjá Blikum í kvöld. mynd/twitter-síða Blika
Það var snarvitlaust veður á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem gerði það að verkum að leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum var flautaður af eftir 70 mínútna leik.

Þá var staðan 1-0 fyrir Breiðablik en Höskuldur Gunnlaugsson skoraði markið.

Gunnari Jarli Jónssyni var nóg boðið er veðrið hélt bara áfram að versna og flautaði hann af eftir að hafa gert hlé í fyrstu.

Þess má geta að Blikar buðust fyrr í dag til þess að færa leikinn inn í Fífuna en KSÍ sá enga ástæðu til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×